Ég er búin að vera geðveikt dugleg um helgina vaknaði rúmlega 9 bæði á laugardag og sunnudag og fór í ræktina með Toffy sys. held bara að ég sé að fá vöðva sem ég vissi ekki að væru til. Á laugardeginum skutlaði ég Toffy síðan bara beint í vinnuna, fór síðan til Evu vinkonu og við lærðum til klukkan að verða sjö en þá þurfti ég að fara að bruna inn í Garðabæ til að ná í Gunna og Guðnýju (tengdó) en þau voru að fara á árshátið hjá Orkuveitunni og ég var búin að bjóðast til að skutla þeim. Eftir það þá fór ég og náði í Toffy og Ástu í vinnurnar þeirra og fór síðan til þeirra til klukkan eitt, ég var geðveikt góður gestur sat og lærði allan tímann. Síðan á sunnudeginum vaknaði ég eins og ég er búin að segja áður klukkan rúmlega níu getum samt haft það frekar klukkan að verða tíu tók aðeins til, fór svo og náði í litlu sys til að fara í ræktina, eftir það þá skutlaði ég henni bara í vinnuna fór heim í ca. hálftíma lagði þá af stað til að ná í Gunna á flugvöllinn þurfti nú að bíða þar í svolitla stund eftir því hann kæmi út. Við fórum síðan heim rétt til að hann gæti skroppið í sturtu og síðan fórum við í sunnudagskaffi til Gunna og Guðnýjar vegna þess að Gunni á afmæli á morgun ég var ekki komin heim fyrr en eitthvað að verða níu og fór þá að læra og hef verið að læra þangað til núna. Finnst ykkur ég ekki vera dugleg? Endilega kommentið á mig hundleiðinlegt að vera skoða bloggið sitt og það kommentar enginn. :( c")
<< Home