jæja þá er ævi hornsílanna minna lokið þeir eru allir steindauðir. Djöfull er ég samt fegin að þurfa ekki að sjá um þetta lengur, þeir voru hundleiðinlegir eða það fannst mér allavega. Það var frí í skólanum í dag þannig að ég er bara að væblast eitthvað hérna heima, nenni ekki að taka til og ég nenni ekki neinu, þannig að ég ákvað að blogga bara til að segjast hafa gert eitthvað. Hlakka til Idolið er í kvöld og Eva ætlar að taka það upp fyrir mig, gaman að sjá hvernig þeim gengur núna þá meina ég þeim sem eru eftir. Er að spá í að kíkja aðeins til hennar Evu vinkonu minnar þar sem hún liggur heima hjá sér og má eiginlega ekkert hreyfa sig, þarf sko að fara með spóluna til hennar svo að hún geti tekið upp fyrir mig. jæja nenni ekki að skrifa meir í þetta skiptið en ég er að spá í að fara í ræktina í dag ég svindlaði á sjálfri mér í gær og fór ekki þar sem ég var svo þreytt, fórum í mat til tengdó og síðan í heimsókn til Toffy litlu sys, eftir það var ekki mikill tími til að fara í ræktina en ég má ekki svindla í dag.
föstudagur, október 24, 2003
Nýrra rugl
- HJÁÁÁLLLLPPPP það er að vaxa höfuð út úr kinninni ...
- held ég sé búin með Athuganir, skráning og mat ver...
- Ég er búin að vera geðveikt dugleg um helgina vakn...
- Held ég sé með aðskilnaðarkvíða, Gunni fór til Dan...
- *geisp* *geisp* *geisp* djöfull er ég eitthvað þre...
- hvað haldiði að ég sé með hérna heima hjá mér? Ég ...
- halló ég er á lífi bara hef ekki haft neitt að seg...
- Ekkert smá þreytt núna sko ég er búin að vera að v...
- mér leiddist alveg óhærilega í tíma í dag og komst...
- Svaf yfir mig þannig að ég nenni ekki að mæta í tí...
<< Home