laugardagur, ágúst 20, 2005

Ein mjög stolt af sínum manni...

já ég er ekkert smá stolt af honum Gunna mínum hann hljóp í dag hálft maraþon sem eru 21 km. Ég ætla nú bara að viðukenna það hér með að ég hefði aldrei nennt þessu hehe er nú samt að fara í skemmtiskokkið kannski á næsta ári það eru ekki nema 3km hehehe myndi í mesta lagi nenna því eða ef maður verður duglegur að þjálfa sig upp í 10 km þá væri maður nú aldeilis duglegur sé til um áramótin kannski að maður geri það að áramótaheiti hehe. Já, ég er ekkert smá stolt af honum Gunna mínum hann var ekkert smá duglegur ég sá hann því miður ekki hlaupa af stað því að það var nú bara þannig að það fundust ekki bílastæði í miðbænum en ég fann eitt um eittleytið þegar hann átti að fara að koma í mark og sá ég hann þá þegar hann kom í markið með hárið veðurbarið upp í loftið ;) en allavega hætt í bili er að fara að vinna á morgun (money, money, money), þarf að ræsta eina deild sem tekin var í gegn frá toppi til táar hehe og það á að reyna að opna hana á mánudaginn því að það eru að byrja börn í aðlögun. Jamm kveð að sinni

ble, ble
Kveðja
Lubban

P.S. Vil óska þeim norðfirðingum sem átt hafa börn á undanförnum vikum til hamingju með það og þeir eru þó nokkrir skal ég segja ykkur, veit allavega um þrjá og þeir geta verið fleiri;)
|