miðvikudagur, október 11, 2006

Andskotinn og amma hans.......

já ég leyfi mér bara að blóta hérna á veraldarvefnum. En þannig er það nú að það er svona sirka vika síðan ég var með bullandi kvef og viðbjóð og var að hrósa happi mínu yfir því að vera ekki lengur með kvef. En nei nei í gærkvöldi var mér svo kalt og ég var eitthvað slöpp þannig að ég fór snemma að sofa og klæddi mig vel undir sæng því að mér var svo kalt en í morgun vakna ég með hálsbólgu og stíflað nef og ég er eiginlega bara ógeðslega pirruð.

Já nú vitiði afhverju ég blóta en allavega ég er farin í vinnuna

kveðja
Laufey
|