laugardagur, júní 02, 2007

Er alveg að fíla....


tónlistamanninn MIKA hann er alveg í miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana. Fer bara í djammfíling á því að heyra "Grace Kelly" og "Lollipop".
Fór á útiæfingu hjá bootcamp í morgun bara mjög skemmtileg æfing. Hlupum ca. 7 km og mér fannst það bara ekkert mál í brjáluðu roki var ég í því að hvetja þá sem voru alveg að gefst upp í mínum hópi. Vaknaði eiturhress í morgun fór á klósettið og að klæða mig í íþróttagallan, kallaði síðan í gunna hvort hann ætlaði ekki að fara að drífa sig á lappir því klukkan væri orðin 8. Hann leit á klukkuna og öskraði svo "LAUFEY VILTU FARA AFTUR AÐ SOFA KLUKKAN ER 4" hehehe hef sjaldan verið eins fegin að skríða upp í og sofa 4 tíma í viðbót. Dreymdi í alla nótt að ég væri á bootcampæfingu þannig eitthvað hef ég verið stressuð fyrir þetta. Sem reyndist síðan vera bara frekar létt æfing. Á meðan við vorum á æfingunni vorum við að taka þátt í íslandsmeti á Esjuna. 5tinda menn eru að vekja athygli á framtakinu sínu sem er næstu helgi. Þeir eru að fara að labba á 5 hæstu tinda fyrir utan jökla í hverjum landshluta á einni helgi. En í dag er verið að setja íslandsmet þannig að ef þið eruð ekkert að gera þá endilega að labba upp á esjuna og taka þátt í að styrkja sjónarhól. þetta er alveg til 8 í kvöld þannig að enga afsökun. Þarf ekki að fara alla leið bara rétt upp í esjuna og skrá sig á listann.

Hætt í bili
Kv.
Laufey
|