Ælt í Boot Camp
ég byrjaði í boot camp á þriðjudaginn í þessari viku, gekk bara vel fór í þrekpróf og æfingin var bara mjög létt að mér fannst. Fór svo aftur á fimmtudaginn byrjaði mjög létt en varð síðan bara geðveiki sem endaði með því að ég ældi. Fór aftur í morgun og æfingin var mjög svipuð og á fimmtudaginn en ég ældi nú samt ekki núna. Mér finnst þetta bara gaman og ég hef aldrei svitnað eins mikið á ævi minni í neinni íþrótt. Ég held að þetta sé það sem ég ætli að stunda eitthvað áfram. Ég er allavega búin að kaupa sumartilboð sem er frá 7. maí til 8. sept þannig að það eru 3 námskeið missi reyndar 2 vikur úr þegar ég fer til spánar en maður reynir þá að gera bara eitthvað þar á meðan, hlaupa á ströndinni og eitthvað þannig. Það er reyndar ein æfing sem ég bara er ekki að geta er bara búin eftir eina ferð. En það er bjarnarganga þá gengur maður eins og Björn með hendur og fætur á gólfi. Algjör viðbjóður en ég mun örugglega elska þetta þegar ég er búin að ná betri tökum á þessu eða er það ekki Gunni?????
<< Home