fimmtudagur, mars 01, 2007

hefur náð tökum á mér. Vaknaði í gær með hita og lá upp í sófa mest allan daginn. Vaknaði síðan klukkan 4 í nótt að drepast úr þorsta. Fór að fá mér að drekka og mældi mig í leiðinni mælirinn rauk upp í 39°C sem þýðir 40°C hiti hjá mér því að venjulega ef ég mæli mig hitalausa þá er ég með 36°C hita. Eftir að hafa vaknað ætlaði ég bara ekki að ná mér niður aftur. Lá upp í rúmi bara andvaka fór fram og horfði aðeins á imbann tók síðan verkjatöflu og fór aftur að sofa. Tveimur tímum seinna vaknaði ég aftur svitabaði. Vaknaði við það að vera taka sundtök í eigin svita eða nánast. Þetta er viðbjóður er ennþá með hita en ekki nærri eins mikinn og í nótt það var ógeð.

Kveð að sinni
Lasna Laufey
|