London var bara æði....
Flaug alein til London á föstudaginn til að hitta Gunna minn sem var á námskeiði þarna úti. Var svo stressuð og með í maganum en þetta hafðist bara ágætlega og núna skil ég ekki hvað ég var stressuð yfir þessu öllu saman.
Við fórum nánast um alla London með underground út um allt. Við fórum og skoðuðum Tower of London og Towerbridge.
Við skoðuðum líka Big Ben og fórum líka í London Eye sem er risastórt parísarhjól og maður sér næstum yfir alla London. Þaðan sér maður Buckingham höllina og bara út um allt hrikalega flott útsýni.
Við fórum líka í St Pauls kirkjuna gátum reyndar ekki farið upp að altarinu og eitthvað þannig því að það voru einhver messuhöld og eitthvað en maður gat skoðað soldið þarna. Ekkert smá flott kirkja. Náttúrulega algjört listaverk.
Ég þarf náttúrulega ekki að taka það fram að auðvitað fórum við og versluðum á Oxford street. Við komum heim seint í gær og var þá búin að ganga sjálfa mig upp að mjöðmum hef aldrei haft annan eins fótapirring í einu flugi vissi ekkert hvernig ég gat haft fæturnar og fór eitthvað svo illa um mig. Ekkert smá óþægilegt að vera svona og ekki nóg með það þá þurfti gaurinn fyrir aftan mig að vera með hnén á sér upp í bakinu á mér í næstum allan tíman algjörlega hrikalega pirrandi reyndi nú að halda rónni samt.
Setti myndir af því sem ég er að tala um. En ef þið hafið ekki tekið eftir því þá er ég búin að taka nýja stefnu í blogginu finna mynd sem tengist því sem ég skrifa um. Set kannski mynd af mér úr London Eye síðar.
kv.
Laufey
Við fórum nánast um alla London með underground út um allt. Við fórum og skoðuðum Tower of London og Towerbridge.
Við skoðuðum líka Big Ben og fórum líka í London Eye sem er risastórt parísarhjól og maður sér næstum yfir alla London. Þaðan sér maður Buckingham höllina og bara út um allt hrikalega flott útsýni.
Við fórum líka í St Pauls kirkjuna gátum reyndar ekki farið upp að altarinu og eitthvað þannig því að það voru einhver messuhöld og eitthvað en maður gat skoðað soldið þarna. Ekkert smá flott kirkja. Náttúrulega algjört listaverk.
Ég þarf náttúrulega ekki að taka það fram að auðvitað fórum við og versluðum á Oxford street. Við komum heim seint í gær og var þá búin að ganga sjálfa mig upp að mjöðmum hef aldrei haft annan eins fótapirring í einu flugi vissi ekkert hvernig ég gat haft fæturnar og fór eitthvað svo illa um mig. Ekkert smá óþægilegt að vera svona og ekki nóg með það þá þurfti gaurinn fyrir aftan mig að vera með hnén á sér upp í bakinu á mér í næstum allan tíman algjörlega hrikalega pirrandi reyndi nú að halda rónni samt.
Setti myndir af því sem ég er að tala um. En ef þið hafið ekki tekið eftir því þá er ég búin að taka nýja stefnu í blogginu finna mynd sem tengist því sem ég skrifa um. Set kannski mynd af mér úr London Eye síðar.
kv.
Laufey
<< Home