laugardagur, desember 23, 2006

Ég er enganveginn sátt

já akkúrat núna í þessum orðum skrifuðum þá ætti ég að vera lent á Egilstöðum á leiðinni heim með mömmu og pabba og beint í klippingu. En nei, nei það gengur víst ekki svoleiðis. Þessi stormur sem var hérna í nótt eyðilagði það fyrir mér. Núna er ég í biðstöðum um það hvenær ég kemst í flug til Egilsstaða og hvort ég komist í jólaklippinguna fyrir þessi jólin og ég sem þarf svo virkilega að komast í klippingu. En ég hringdi klukkan hálf tíu mér var sagt að það væri verið að senda þrjár vélar til egilsstaða núna as we speak fyrir þá sem ekki komust í gærkvöldi vegna veðurs og mér sagt að hringja aftur klukkan hálf ellefu ég er búin að því og fæ nákvæmlega sömu upplýsingar en bara smá breyting hringdu aftur klukkan hálf tólf og athugaðu málið þá eru þeir búnir að fara fram og til baka og ákveða síðan framhaldið. Ég er komin með hrikalegan hnút í magan yfir þessu öllu saman og ég er að tala um vægast sagt. Í gær lagðist ég á bæn yfir því að veðrið yrði ekki svona slæmt eins og þeir sögðu í sjónvarpinu og núna ligg á bæn um það að komast yfir höfuð austur til mömmu og pabba yfir jólin.

Ein stressuð
Kveðja Laufey
|