miðvikudagur, desember 13, 2006

Sorry, Sorry....

ég veit að ég kvarta yfir því að fá engin komment og blogga svo bara ekkert.

En það er bara nákvæmlega ekkert búið að gerst hjá mér eða ekki þannig. Fór á jólahlaðborð á Kaffi Reykjavík á laugardaginn og var maturinn bara ágætur. En á miðvikudeginum vaknaði ég alveg að drepast í kjálkanum og vissi bara ekkert hvað ég hefði verið að gera í svefni en ég man að ég rumskaði við einhvern verk og hélt að það væri brotin tönn. En allavega á miðvikudeginum var ég að drepast í kjaftinum. Á fimmtudeginum þá átti mamma hans Gunna afmæli og var í boði þar mjög góð fiskisúpa en þegar ég fæ mér fyrstu súpuskeiðina þá fæ ég þennan líka viðbjóðslega verk í einhverja tönn þarna uppi þurfti það sem eftir var kvöldsins að halda verknum niðri með tveimur 400gr ibúfen. Síðan vaknaði ég um morgunin ekki eins slæm en ég fann samt að þetta myndi koma aftur hringdi í tannsa sem var reyndar ekki við en ritarinn gat reddað öðrum og hann sagði að þetta væri annaðhvort svona svipað og mar á tönninni þarna eftir ég hélt að tönnin væri brotin og það gæti tekið alveg 5 til 7 daga að jafna sig eða að það þyrfti að rótarfylla einhverja tönn þarna. Ég er ennþá að drepast í tönninni má ekkert drekka heitt eða kalt eða bíta í eitthvað sem er of hart enda er ég búin að vera að borða eins og skjaldbaka síðan fyrir viku síðan. Vona samt að þetta sé bara mar sem á eftir að jafna sig nenni ekki að standa í öðrum 50þús kalli í kjaftinn á mér fannst það einum of mikið rippoff síðast þegar ég þurfti að láta rótarfylla. En tannsinn gerði s.s. ekki neitt og ég bryð bara verkjatöflur eins og smartís haldið að það sé ekki sniðugt hehe. Skulum bara vona að Panódíl sé ekki vanabindandi þá er ég í vondum málum ef þetta heldur svona áfram hehe.

Jæja er þetta nógu gott fyrir ykkur góðu lesendur
Skrifa meira síðar
Kv. Laufey
|