fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Hélduð þið að ég væri dauð???

Ef þið hélduð það þá plataði ég ykkur sko aldeilis upp úr skónum heheheehe.

Það er bara búið að vera eitthvað svo mikið að gera hérna hjá mér og það hefur samt ekkert verið til að skrifa um. Skil bara ekki þetta bloggandleysi í mér.

Já ég ætla að óska Kristbjörgu til hamingju með að vera loksins búin að fá myndir af stelpunni hún er algjört krútt og mjög gott að vera loksins búin að fá myndir eftir ansi langa meðgöngu ef það má orða það þannig jafn langur meðgöngutími og hjá fíl. En loksins er þessi bið þeirra skötuhjúa liðin og núna gætu þau farið að fljúga til Kína og sækja litla krúttið. Innilega til hamingju Kristbjörg mín.

Annars er sosem ekkert að frétta af mér nema ég er alltaf í spænskunni á fimmtudögum og það gengur bara ágætlega og síðan förum við austur um jólin eða fljúgum austur á þorláksmessumorgun og fljúgum heim seint á annan í jólum. Við þurfum að mæta í vinnu þarna á milli jóla og nýársins.

Ég er að stelast núna á að vera að í undirbúning og ég er bara eitthvað strand núna þannig að ég kem engu í verk. Ætla nú samt að hætta þessu núna og reyna að vinna eitthvað pínulítið.

Kveðja
Laufey
|