laugardagur, nóvember 11, 2006

Er að baka....

já er að baka franska súkkulaðiköku nágrannans. Held reyndar að ég hafi gert einhver mistök deigið varð soldið þunnt og fór að flæða út um allan ofn eftir að ég setti hana inn í ofninn en ég held reyndar að þessi kaka geti hreinlega ekki klikkað, meina þetta er bara 400gr af súkkulaði, 250gr smjör, 6 egg, 300gr púðursykur og 1/2 bolli sterkt kaffi þannig að ef hún er ekki alveg að ganga þá verður þetta bara litla syndin ljúfa þar sem súkkulaðið flæðir út úr kökunni mmmmmmmm *sleikji út um* bara gott. Mamma og pabbi eru á leiðinni suður og koma í kvöld þau ætla að gista hérna hjá mér. Hlakka samt til að borða þessa köku því að kremið var allavega sjúklega gott þegar ég var búin að hræra saman öllu súkkulaðinu nammi, nammi, namm. Segi í næsta bloggi frá því hvernig kakan smakkaðist.
|