laugardagur, desember 16, 2006

Kjaftsagan heldur áfram

Ég er farin að hallast að rótarfyllingu er ekkert betri þetta er nú alveg fáránlegt. Það var tönn rótarfyllt hjá mér fyrir ári síðan og það er tönnin við hliðina á þessari tönn held ég. Kannski var þetta líka mar en ég er ekkert betri og þetta er óþolandi að geta ekki drukkið kaldan vökva, borðað kaldan eða heitan mat o.s.frv. án þess að fá verk bara algjörlega upp í heila. Ætla samt að reyna að finna mér annan tannlæknir þessi sem ég er búin að vera með er orðinn svo gamall og inni í reykjavík soldið langt að fara. Ég er reyndar búin að finna einn sem heillar hann er með sjónvarp og fullt af rásum til að horfa á held að það sé algjör snilld getur vera algjörlega hundleiðinlegt að liggja með galopinn kjaftinn og geta ekki einu sinni hlustað á útvarp úff, held að það sé ein af ástæðum þess að fólki finnist leiðinlegt að fara til tannlæknis hehehe eða ekki kannski borinn sé ógnvænlegri. Hef reyndar aldrei verið hrædd við tannlæknir örugglega verið þægilegt barn hjá tannlækni því að ég sofnaði alltaf og viðurkenni það alveg að það kemur einhver þvílík ró yfir mig þegar ég sest í stólinn þó að ég sofni nú kannski ekki eins og í gamla daga. En ég ætla að panta tíma á mánudaginn gleymdi því í dag. Svo mikið að gera í vinnunni hehehe

Kveð að sinni
Laufey
|