fimmtudagur, janúar 25, 2007

Sjónvarpsefni....

Ég verð nú bara að segja núna þegar ég er búin að vera heima núna í gær og í dag þá er bara ekkert skemmtilegt í sjónvarpinu á daginn. Lenti inni á Skjár einn + áðan og guð minn almáttur var ekki kominn enn einn sjónvarpsmarkaðurinn algjörlega hrikalega skelfilega leikið og allt greinilega eftir handriti. Ekki dettur mér í huga að kaupa af þessum mönnum virkar bara eins og eitthvað svindið. Mæli samt með því að fólk líti á þennan þátt því að hann er það skelfilegur.


Til dæmis var verið að selja þessa hnífa og ó mæ god "hver kannast ekki við að vilja aðeins þykkari sneiðar en úr bakarí og þá kaupir maður óskorið brauð en þá á maður það til að skera sneiðarnar of þykkar en þá kemur nú þessi brauðsög sér vel" lá bara í kasti þegar ég var að horfa á þetta. Hrikalega hallærislegt langt síðan ég hef séð svona hallærislegt sjónvarpsefni hehehe

|