Göngum, Göngum....

Ég, Gunni, Jónína og pabbi Gunna gengum upp á Helgafell í dag í yndislegu veðri. Sólin skein og það var svo fallegt útsýnið yfir höfuðborgarsvæðið. Fyrir utan risastórt álver sem á að fara að stækka í Hafnarfirði. Það stakk soldið í stúf við allt þetta fallega útsýni. Held reyndar að þetta myndi líta út eins og hver önnur verksmiðja ef tankarnir væru ekki málaðir röndóttir í rauðu og hvítu.
Ætla að setja nokkrar myndir hérna af útsýninu frá svæðinu í kringum Helgafell þessar myndir voru reyndar teknar í fyrra. Gunni er ekki búinn að setja hinar inn á netið. En ég skipti kannski um myndir þegar þær hafa verið settar á netið.

Gunni tók þessa mynd fyrir næstum ári síðan. Þá gengum við hringinn í kringum Helgafellið. Með allri fjölskyldunni hans Gunna.
Blogga meira síðar.
<< Home