laugardagur, janúar 13, 2007

Ég er byrjuð að vinna aftur það er alveg hreint ágætt verð ég að segja. Hef reyndar stórar fréttir er að fara til London í byrjun febrúar. Gunni er sko að fara á námskeið 29. janúar og verður á námskeiði þangað til. Ég ætla síðan að fljúga til hans á föstudeginum og við ætlum síðan að fljúga aftur heim á sunnudeginum. Er nú reyndar pínu ponsu stressuð að fara svona ein hef sko aldrei gert það áður. En þetta er bara hjálpar mér að taka af skarið eitthvað sem ég er ekki dugleg við að gera. Ok kannski allt í lagi að fljúga en að þurfa að taka lest er ég mikið stressaðari fyrir en það er kannski útaf því að ég er ekki vön að taka lest. Er það ekki alltaf þannig að þegar maður hefur ekki gert eitthvað þá er maður ponsu skelkaður við það? Það er allavega hjá mér. En þetta hlýtur allt að reddast. Alla vega er ég líka orðin drulluspennt að fara út hlakka til að komast í uppáhaldsbúðina mína og bara á Oxford steet. Hlakka ekkert smá til. Jæja farin að vaska upp. Uppvaskið farið að safnast upp hjá manni enn eina ferðina óþolandi að hafa ekki uppvöskunarvél ef einhvern langar til að vera hrikalega ofsalega viðbjóðslega góður við mig þá má hann gefa mér uppvöskunarvél heehehe, Nei bara að grínast.

Sjáumst síðar
skrifa kannski frá London eða fyrr hver veit ;)
|