miðvikudagur, janúar 24, 2007

ÁFRAM ÍSLAND og Streptokokkar


Já ég fylgist spennt með HM í handbolta og þetta er ekkert smá spennandi. Leikurinn á móti Frökkum var bara geðveikur. Ég skal fúslega viðurkenna það að ég var algjörlega búin að gefa þá upp á bátinn. Sá bara strákana okkar vera að koma heim með fyrstu vél. Úff hvað það hefði verið hrikalega svekkjandi. En mikið hrikalega langar mig til að fara þarna út og styðja mitt lið.

Er reyndar núna að taka pensilín við Streptokokkum ekki gaman. Fór ekki í vinnuna útaf þessum andskota veit ekki hvort ég fer heldur í vinnuna á morgun. Fer allt eftir hvernig hálsinn verður. Ég er sko ekki með nein fleiri einkenni bara vonda hálsbólgu eins og einhver sé með prjón og stingi svona reglulega í hálsinn á mér algjört ógeð.
Kemur allt í ljós ef hálsinn verður eins og hann er núna þá ætla ég ekki að fara þetta er bara virkilega vont.

Jæja kveð að sinni
Laufey
|