fimmtudagur, mars 01, 2007

Mikið að gera....

þess vegna hef ég ekkert bloggað síðan eftir London ferðina. Ég er bara að vinna og sofa og svo auðvitað í ræktinni.
Ég veit ekki hvort ég sagði ykkur frá því að Gunni keypti Ipod í fríhöfninni áður en hann fór til London. Í fyrradag varð saga Ipodsins öll. Gunni er búinn að segja frá því á blogginu sínu. Ef ég færi að segja frá því þá myndi ég apa allt eftir honum. En til að gera langa sögu stutta þá er Ipodinn dáinn, hann drukknaði.

Ég er búin að vera í þvílíku heilsuátaki núna síðan í byrjun janúar. Fór í viktun á sunnudaginn og var búin að léttast um 1, 2 kg síðan í janúar en það voru farnir 6 cm í mittinu og 2% í fitu sem ég myndi nú bara segja að væri bara þokkalegt. En það eru 6 vikur eftir þannig að ég get misst meira af mittinu og meiri fituprósentu ef ég verð áfram dugleg. Er reyndar fyrst að komast í gang núna þannig að þetta verður örugglega allt í lagi.

Jæja nenni ekki að skrifa meira núna kveð að sinni
Kv.
Laufey
|