sunnudagur, maí 27, 2007

húsóhittingur ofl.

Hlakka ekkert smá til næstu helgi. Þá erum við húsóliðið að fara að hittast ætlum að fara út að borða og í keilu og svo bara rifja upp djammið gamla og góða. Þetta verður bara gaman það eru 13 sem ætla að mæta og ég er einn af skipuleggjurum. Gunni fór á svokallað SAC námskeið síðustu helgi og svaf ekkert í 36 tíma getið lesið meira um það hérna afhverju hann svaf ekki :)
Ég hélt síðan upp á afmælið hans á sunnudeginum því að hann átti afmæli á föstudeginum þegar námskeiðið byrjaði. Bakaði hrikalega góðar kökur fyrir hann.
Ég er reyndar núna með alveg sjúklegar harðsperrur var á bootcampæfingu í gær og vorum látin fara hallarmúlann upp og niður í allskonar fáránlegum aðferðum t.d. Bjarnaganga (sem er ekki orðin svo erfið núna), gæsagangur, sprettir, súperfroskar (froskar með armbeygjum), framstigi og svo eitthvað meira sem ég man ekki en þetta átti bara að vera klukkutímaæfing en hún varð 2 tímar og bara gaman. Önnur tveggja tíma útiæfing á morgun og ég hlakka bara til !!! Þetta er bara gaman.

Kv.
Laufey
|