sunnudagur, júní 10, 2007

Viðburðarríkur dagur....

Gunni að hleypa súrefni í jörðina ;)


Svaf út í dag vaknaði ekki fyrr en klukkan eitt. þá dröslaðist ég á fætur og klæddi mig. Síðan fórum við að gróðursetja plöntur á sumarbústaðalandinu okkar í grímsnesinu. Við eigum það reyndar ekki tvö heldur eigum við það með fjölskyldunni hans gunna. Þegar því var lokið þá ákváðum við að keyra í Laugarás til ömmu og afa en þau búa þar. Fyrir þá sem ekki vita þá er Laugarás í Biskupstungum rétt hjá Skálholti. Við fengum kaffi, kleinur og vöfflur og hittum Kollu og Grím Nóa sem voru líka í heimsókn. Stoppuðum reyndar stutt í þetta skiptið því að Gunni þurfti að komast heim til að vinna. Mikið að gera hjá honum í vinnunni þessa dagana. Þegar við vorum á leiðinni heim þá sofnaði ég sem er ekki óalgengt held það sé einhver svefndáleiðsla á leiðinni þarna. Byrja alltaf að hengja haus þegar ég er komin upp á hellisheiðina.
Ég held ég sé að verða betri af beinhimnubólgunni en því get ég þakkað Felden gelinu algjör snilld. Ég ætti nú bara að fá prósentur hjá þeim búin að auglýsa í tveimur færslum.
Hérna eru myndir af sumarbústaðarlandinu ekki kominn bústaður enn en það mun koma síðar.
|