þriðjudagur, ágúst 05, 2003

Jæja þá er ég barasta komin heil og höldnu alla leið í bæinn. það er búið að vera helvíti skemmtileg bara, við Gunni lögðum af stað á fimmtudaginn eftir vinnu hjá mér og ákváðum að fara suðurleiðina. Við ákváðum að stytta okkur leið yfir Öxi sem er fyrir austan þannig að við þurftum ekki að fara alla helvítis firðina, ég hélt að ég myndi deyja þá, því að það var svo ógeðslega mikil þoka, hún var þannig að maður sá ekki næstu stiku fyrir framan sig. Á föstudeginum byrjaði Neistaflugið í mjög góðu veðri, við vorum bara að djúsa heima hjá mömmu og pabba, því að við týmdum ekki að borga 4000 kr fyrir okkur bæði, á Karoke kvöld. Við fórum ekki á ball fyrr en á sunnudeginum og þá voru Stuðmenn að spila, helvíti var það gaman, það var svo stappað á ballinu að ef maður fór inn á dansgólfið, þá þurfti maður ekki að dansa því að maður færðist bara með fólkinu og vissi síðan ekki fyrr en að maður var komin af dansgólfinu. Við fórum líka á "Brekkusöng" ef að lystigarðurinn er brekka. En það var helvíti gaman, Gunni og Felix, Búálfarnir, Stuðmenn og margt fleira. Helga Braga átti að vera með "uppistand" en hún sagði tvo brandarar og dansaði síðan einhverja fjóra magadansa sem voru allir eins. Hún sökkaði feitt, myndi ekki nenna að fara á Uppistand með henni aftur, allavega ekki nema að ég myndi vita að hún myndi ekkert dansa. Jæja þá er ég búin að koma með ferðasöguna í mjög grófum dráttum, ég nenni ekki að skrifa meira í bili. bæbæ
p.s. það eru bara 20 dagar til Krítar og ég er búin að kaupa mér bikini c")
|