sunnudagur, mars 28, 2004

Sælt veri fólkið. Í gær labbaði ég upp á Keilir með Gunna mínum, mömmu hans og pabba og litla frænda hans honum Gunnari Árna sem er 7 ára, djöfull var ég hrædd maður þetta var svo helv.... bratt ég hélt ég myndi deyja þar sem ég er mjög lofthrædd þá var þetta ansi bratt fyrir mig en ég fór upp á topp og var mjög ánægð með það sko ákvað samt að vera ekki stolt af mér fyrr en ég væri komin niður aftur þar sem helmingurinn var algjört hell!! get ekki sagt annað hefði örugglega gengið betur ef maður hefði bara rennt sér á rassinum niður alla fjallshlíðina vegna brattleika. En í gærkvöldi var ég svo sjúklega þreytt að ég var sofnuð klukkan eitthvað 10 í gærkvöldi þannig að ég eyddi laugardagskvöldi í svefn helvíti gott.

Í dag er ég að fara að hérna selja viðskiptablaðið þannig að ef ég hringi í ykkur þá endilega segja já fyrir mig ég er nefnilega fátækur námsmaður þið skiljið. Er samt annsi hrædd um að enginn vilji þetta blað en held sko að það hafi verið hringt í mig vegna þess að mér gekk svo vel að GEFA Moggann sem er svolítið öðruvísi verð ég nú að segja það er sko tvennt ólíkt að GEFA einhverjum eitthvað eða TROÐA einhverju inn á fólk, því að þá fer mér að líða illa sko. En maður vonar bara það besta ;) en jæja ég er farin að klæða mig
|