fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Ekki dauð!!!

nei ég er ekki dauð, en nánast það er svo mikið að gera í skólanum að maður sér ekki fyrir endann á því ó mæ god. tvö verkefnið sem á að skila 24 nóvember, tvö sem á að skila 30 desember og eitt sem á að skila 2 desember. ég er algjörlega á nippinu, þannig að það verður ekkert úr því sem ég á að vera að gera og svo er ég húkkt á Sims 2 þannig að í staðinn fyrir að læra þá er bara að spila hann. Ætti að hafa nægan tíma til að læra þar sem maður er bara í skólanum þrjá daga í viku allavega núna undanfarið algjörlega fráleitt sem er bara til þess að maður hefur allt of mikinn tíma til að læra og það verður ekkert úr því sem ég að vera að gera, fer alltaf að gera eitthvað annað sem er náttúrulega algjörlega fráleitt. Getur einhver kennt mér hvernig á að fara eftir skipulagi???? Ég kann sko alveg að skipuleggja mig ógeðslega vel, EN fara eftir því er eitthvað sem ég kann ekki. þannig að ef þú lesandi góður er góður í að fara eftir skipulagi en kannt ekki að búa það til, þá erum við MJÖG gott team hehehehehe. Ég er samt búin að vera dugleg í einu og það er að fara í ræktina 6x í viku sem ég kalla nú bara gott. En jæja hætt að rausa það er alveg að koma jólafrí þannig að þá get ég slappað af.
|