fimmtudagur, október 27, 2005

Brilliant.....

fór í gær í leikhús, það hefur nú bara ekki gerst síðan ég og Gunni fórum einhverntímann í Borgarleikhúsið man ekki lengur hvað leikritið heitir man bara að þetta var einhver hátíðarsýning og var eftir Hallgrím Helgason. Það var mjög gaman að því. En ég fór með vinnunni á Brilliant Skilnaður og ég verð nú bara að segja að þetta var algjörlega brilliant skilnaður hún er algjör snillingur í þessu hlutverki hún Edda Björvins. Ég hef aldrei fílað hana sem leikkonu en þarna stóð hún sig með mikilli prýði og var virkilega góð alein á sviðinu allan tímann get ekki ímyndað mér að það sé eitthvað auðvelt.

Ég er örlítið farin að hlakka til jólanna, langar að fara að gera jólakortin þarf að fara að kaupa efni í það þarf að skrifa slatta af kortum.

En jæja fannst ég bara að verða að blogga eitthvað
kveðja
Laufey
|