þriðjudagur, desember 13, 2005

How lazy can one man be????

úff það veit ég ekki. Ég er ekki komin í neitt mikið jólaskap, held reyndar að sé svolítið veðrinu að kenna. Vil hafa hvít jól ekki rauð. Meina veðrið í dag var eins og vordagur, hlýtt og allt rennandi blautt. Ég er ekki búin að skrifa eitt jólakort og ég er búin að kaupa tvær jólagjafir, það er nú allt og sumt. Þyrfti nú aðeins að fara að sparka í rassinn á mér með þetta. En maður er eitthvað svo þreyttur þegar maður kemur heim að maður nennir ekki að labba í stressi í kringlunni og koma svo út úr henni eins og hertur fiskur með ekkert í höndunum, það er alveg óþolandi eða það finnst mér allavega. Reyndar þyrfti ég að klára allar jólagjafir og kort sem fara austur núna fyrir helgina þá get ég sent það með Toffy litlu sys því að hún er að koma í borgina um helgina. Var búin að hanna jólakort í tölvunni en svo held ég að ég nenni ekki standa í að prenta þau út sá mjög smart jólakort í kringlunni áðan á 700 kr hugsa að ég kaupi bara svoleiðis þessi jólin. Fer bara að hanna jólakortin og allt það þegar ég er komin í mitt eigið ;).
Jamm nenni ekki að bulla hérna meira en bæ ðe vei þá fór ég í búð áðan sem heitir krakkafjör alveg ótrúlega mikið af flottu dóti þarna verð alltaf heilluð þegar ég kem þarna inn og mér finnst búðin ekkert rosalega dýr. En núna er ég hætt nenni ekki meiru veriði hress, ekkert stress bless bless
|