laugardagur, nóvember 19, 2005

hundapössun og fleira

já ég er núna í hafnafirði að passa hann Neró. Foreldrar hans eru í Danmörku og þau koma á morgun aftur ég er búin að fara með hann nokkrum sinnum út að labba og ég er held ég bara eins og í bíómynd hlaupandi á eftir honum. Hann er ekkert smá sterkur og ég eitthvað að reyna að ná nefinu hjá honum upp úr götunni því að hann hnusar svo mikið þetta er ca. 6 mánaða labrador hvolpur þannig að hann er dálítið öflugur... Gunni er núna að þreyta hann all svakalega hann tók hjólið hans Ninna sem er búið að vera í Sjávargrundinni í hellings tíma og er að hjóla með hann heim. Þannig að hann ætti að slaka á í kvöld. Samt er ég búin að láta hann hreyfa sig en ég verð bara búin í höndunum að labba með hann. Hann náttúrulega finnur hvað ég er sterk og notar það gegn mér.... hehe.

Við erum að fara á tónleika með White Stripes á morgun þannig að það verður heljarinnar fjör hjá okkur á morgun íííííha...

Það er alltaf jafn gaman í vinnunni, börnin eru svo yndisleg og eins og skáldið segir í textanum lífið er yndislegt ég geri það sem ég vil,skildi maður verða leiður á því til lengdar að vera til.....

Ég er farin over and out
|