mánudagur, nóvember 14, 2005

í þessari viku er ég búin að fara tvisvar í bíó. Fór um daginn á Four brothers hún var mjög góð mæli eindregið með henni allavega tók ég allan pakkann, grét, hló og nötraði af spennu þannig eiga myndir að vera eða það finnst mér allavega. Síðan var ég að koma úr bíó núna af myndinni Into the blue og mér fannst hún bara alls ekki góð. Ég hélt að ég væri að fara á svona spennutryllir þar sem manni bregður svona endrum og eins en nei, nei ég hrökk einu sinni við það var nú allt of sumt og mér fannst hún bara frekar leiðinleg ef ég má vera alveg hreinskilin.
Ég er að fara að passa um helgina hund. Ninni bróðir hans Gunna og konan hans eru að fara til Danmerkur og þeim vantar einhvern til að passa hundinn fyrir sig. Þannig að frá fimmtudegi til sunnudags mun ég búa í Hafnafirði. Verð rétt hjá henni Lellu frænku minni þar sem ég bjó fyrst þegar ég flutti í bæinn þannig að ekki hef ég afsökun um að vera busy því að ég get labbað til hennar einhvern daginn tekur fimm mínútur.
Ég var að gerast áskrifandi af klúbbi hjá Eddu, miðlun og útgáfu sem heitir Nýtt útlit og þetta er svona snyrtiskóli þar sem maður fær kennslu í förðun og allskonar tips um hvernig á að hugsa um húðina, hárið og allskonar. En það besta við þennan klúbb er það að maður fær alltaf prufur með hverju blaði núna síðast fékk ég augnblýanta 2 liti á hverjum blýant. Næst fæ ég varablýant og gloss o.s.frv.
Allavega ég ætla að hætta núna
Sjáumst
kveðja Lubban
|