laugardagur, júní 23, 2007

Ljótasti hundur í heimi....


Í gærkvöldi var ljótasti hundur í heimi krýndur. Greyið þarf að lifa með því að vera ljótur og þá meina ég forljótur eða finnst ykkur það ekki? Mér finnst hann reyndar soldið krúttlegur í ljótleika sínum. Reyndar þá langar mig í geðveikt í svona krumpuandlitshund eins og t.d. bolabít eða eitthvað svoleiðis finnst þeir æði.
Í kvöld verður fyrsta keppnishlaupið hjá mér ég ætla að hlaupa 5 km í Jónsmessuhlaupinu. Það verður í fyrsta skipti síðan ég keppti í Landsbankahlaupinu einhverntímann fyrir langa löngu og svo auðvitað þessi kvennahlaup sem aðallega hafa farið í létt labb hjá mér. Ég vona bara að mér eigi eftir að ganga vel í þessu verð að hafa ipodin í eyrunum svo ég gleymi stund og stað í ca. 30 mín.
Ég ætla núna að fara að gera eitthvað skemmtilegt á þessum fallega laugardegi en sólin skín núna bara eins og hún hafi aldrei gert annað.
|