laugardagur, júní 16, 2007

Stutt Hagkaupsferð....

Ég stóð í röð við hraðkassa í hagkaup áðan. Velti því fyrir mér hvor afgreiðslufólk sé með svona sjálfskipað forrit sem segir góðan daginn og viltu poka?
Ég stóð semsagt í röðinni áðan og þar var fólk á undan mér með eina helíumblöðru.

Strákur á kassa: Góðan daginn
Maðurinn: Góðan daginn
Strákurinn: segir upphæð og spyr svo Viltu poka???
Maðurinn hissa: hehe nei

Nú spyr ég tók strákurinn ekki eftir því að fólkið var með eina helíumblöðru og annað hvernig hefði fólkið átt að setja blöðruna í poka????

kv
Laufey
|