25 vikur..
Já tíminn er sko aldeilis búinn að líða hratt. Við erum komin heim úr sumarfríinu og bæði byrjuð að vinna. Ég er byrjuð á aðlögunartímabilinu á leikskólanum það getur nú reynt á þegar maður er með aukabyrgðir framan á sér og þarf að halda á enn einni aukabyrgðinni. En ég þakka bara Bootcamp fyrir að hafa styrkt mig svona vel fyrir meðgönguna þó að ég sé ekkert búin að hreyfa mig að ráði eftir þessa miklu uppgötvun fyrir 25 vikum síðan eða svo ;). Ég er reyndar búin að vera að drepast í mjöðminni núna undanfarna daga en Gunni nuddaði mig á mjöðminni og niður eftir lærinu og ég held bara að ég sé aðeins skárri í dag en ég var í gær. Í gær haltraði ég í vinnunni. En mér líður samt bara mjög vel fyrir utan þessa mjöðm sem virðist eitthvað ætla að stríða mér. Ég er búin að laga Crocs skóna mín þannig að ég ætla að bara að vera í þeim því að eitthvað er orðið erfitt að reima skóna sína og ekki fer ég bað biðja Gunna um að fara niður á hnén og reima fyrir mig hehe ekki á meðan ég hef einhver önnur ráð hehe. Pólfarinn hristir bumbuna eins og Jellohlaup sérstaklega á kvöldin þegar ég er lögst upp í rúm. En honum líður vel og mér líður vel. Skal nú vera duglegri að skrifa núna þegar ég er komin aftur heim úr fríinu. Skelli inn einni bumbumynd fyrir ykkur ;)
kv.
Laufey
kv.
Laufey
<< Home