fimmtudagur, febrúar 05, 2004

held ég sé með sárasótt ;) ég er með hvorki meira né minna en 3 munnangur í munninum og nokkrar bólur á tungunni er það eðlilegt???? allavega er ég að fá algjört ógeð á þeim og ekki nóg með það að ég sé með fullan munninn af munnöngrum heldur er ég líka að taka tennur á fullorðinsaldri þ.e að fá endajaxl þannig að munnurinn minn er allur í hönk :(
Ég er búin að fá vinnu hjá PSN- Samskipti og verð ég því að hringja í fólk og spyrja það allskonar spurningar og þess háttar vonandi á það eftir að ganga betur en þegar ég var að vinna hjá Eddu miðlun og útgáfu en það gekk alveg hörmulega verð ég hreint út sagt að segja mér leið illa yfir öllum símtölunum því að ég skildi það svo vel hversu uppáþrengjandi ég var. En svo ég tali aðeins meira um vinnuna þá verð ég að vinna þarna amk. 2 kvöld í viku og aðra hverja helgi og ég er með mjög gott tímakaup og fæ hálftíma fríann rétt á meðan fólk er að borða, þannig að ekki kvarta í mér þó að þið borðið seint því að þá er ég búin að borða og mér er alveg sama um alla aðra. hehehe (bara grín)
Djöfull fór ég í drullugóðann pallatíma ég hef bara ekki svitnað svona mikið síðan í móðuharðindunum því þá var svo mikil móða að maður var allur blautur já, já kallinn minn maður hefur nú lifað margt skal ég segja þér;) nei, nei bara grín en í sannleika sagt þá hef ég ekki svitnað svona mikið síðan þá.
Jæja best að fara að hætta þessari helv.... vitleysu (má nokkuð blóta á internetinu? gilda ekki sömu reglur um það og sjónvarp? hehehe (bara grín)) sí jú leiter alígeiter, in a væl krókódæl (hehehe)
|