mánudagur, mars 29, 2004

Jæja haldiði bara að ég hafi ekki bara verið veðurteppt heima hjá mér í morgun þannig að engin leikfimi og enginn skóli hjá mér í dag þannig að við skötuhjúin erum bara búin að liggja í leti ásamt því að þvo þvott, vaska upp og taka pínulítið til hjá okkur. Síðan er það Survivor í kvöld farin að hlakka óheyrilega mikið til sá nefnilega ekki síðasta þátt rétt sá endirinn í gær eða fyrradag þegar hann var endursýndur í þriðja skiptið þannig að ég veit að Ethani var hent út kom mér ekki á óvart verð ég að segja hvað lét sigurvegarana halda það að þeir gætu einhverntímann unnið aftur ég bara spyr mjög einkennilegt verð ég nú að segja en hann var sætastur þannig að hann mátti vera lengst ;) Gæti trúað því að Kathy eða Boston Rob vinni þetta en ég þoli ekki Boston Rob og ég gerði það ekki heldur síðast annars veit maður aldrei hver gæti hætt það hafa tveir hætt nú þegar ein afþví að mamma hennar var að deyja og hin afþví að blygðunarkennd hennar var særð af Richard sem vann fyrsta survivorið hehehe hann kom valla við hana og hún bara lét eins og hann hefði nauðgað henni á staðnum og að enginn hefði gert neitt í málinu. en maður veit aldrei hvað hefur gerst þarna hjá henni hún Sue var hálfleiðinleg verð ég að segja og mér fannst ógeðslega fyndið þegar Tom og Boston Rob sungu þegar hún var farin í burtu hó, hó, the witch is gone heheeh það var sjúklega fyndið en jæja ætla ekki að kveikja í þvottinum í þurrkaranum verð að fara skrifa meira seinna ;) bæbæ
|