laugardagur, ágúst 30, 2008

27 vikur

Mikið er tíminn eitthvað fljótur að líða. Ég er búin með 27 vikur af þessu ferðalagi sem við skötuhjúin í Kópavoginum erum í . Pólfarinn hreyfir sig mjög mikið og á maginn á mér það til að vera á fleygiferð og þá sérstaklega þegar ég ætla að hvíla mig ;) en það er víst bara mjög algengt. En þetta er alltaf að verða raunverulegra og raunverulegra. Ég er oft mjög þreytt þegar ég kem heim úr vinnunni enda er mjög erfitt tímabil í vinnunni hjá mér núna þ.e. aðlögunartímabil þar sem er mikið grátið og maður á marga skugga. Ég er komin til sjúkraþjálfara því að ég er búin að vera ekki góð í mjaðmargrindinni núna síðan ég byrjaði að vinna. Var reyndar mikið betri eftir síðustu heimsókn til sjúkraþjálfarans en hún setti mig í einhvern svona leiser sem greinilega virkaði.

Ég er með gesti núna Toffy sys og mömmu. Toffy er reyndar að fara heim í dag en er búin að vera alla vikuna hún var að byrja í kennó og er í fjarnáminu þannig að hún er búin að vera í staðlotu núna alla síðustu viku. Mamma aftur á móti verður hér viku lengur en hún er hjá hnykkjara sem er eitthvað láta braka í henni.

Jæja nenni ekki að skrifa meira
tók ekki bumbumynd fyrir síðustu viku en ætla að reyna að virkja ljósmyndarann í þessari viku.

kv.
Laufey
|