miðvikudagur, september 10, 2008

28 vikur

Við skötuhjúin og pólfarinn byrjuðum 28 viku á því að fara yfir krossá á litla Ford Escape jepplingnum okkar. Verð nú að viðurkenna að mér stóð nú ekkert rosalega mikið á sama þegar farið var yfir ána en þetta hafðist og við komumst heim á laugardeginum heil og höldnu. Pólfarinn er farinn að stríða mömmu sinni örlítið held að hann sé með hausinn hægra megin og oftar en ekki þá þrýstist hann undir rifbeinin á mér sérstaklega þegar ég er að reyna að borða. Þá næ ég varla að halla mér fram til að borða frekar óþægileg tilfinning. En það er bara gaman að þessu og allir orðnir súperspenntir að drengurinn fari nú að líta dagsins ljós en við þurfum víst að bíða svolítið lengur hehe. Ég er byrjuðu í meðgöngusundi það er bara frábært. Það er 2x í viku á mánudögum og miðvikudögum. Mér líður svo vel þegar ég kem heim eftir sundið og pottaburslið. Var einmitt áðan og er þess vegna að velta fyrir mér hvort ég ætti ekki að fara að koma mér í háttinn er orðin soldið þreytt.

Jæja
við kveðjum að sinni
Laufey og Pólfarinn ;)
|