miðvikudagur, október 01, 2008

31 vika

Já þá eru ca. 9 vikur eftir hjá pólfaranum. Fór í mæðraskoðun á mánudaginn og allt leit vel út. Veit reyndar ekki ennþá hvort ég fer í keisaraskurð. Hef alltaf haldið að ég ætti að fara þar til þarsíðast þegar ég fór og hitti læknirinn en hún ætlaði að tala við læknirinn sem gerði aðgerðina á mér. Hún var ekki búin að því á mánudaginn gleymdi að skrifa þetta hjá sér og gleymdi því þar af leiðandi. En það fer nú vonandi að koma í ljós hvernig pólfarinn kemur í heiminn ;) bara svolítið óþægilegt að vita það ekki og svona stutt eftir.



Ég er búin að minnka við mig vinnuna í 50% ég var hreinlega farin að kvíða því að mæta síðustu dagana. Ég er reyndar ennþá að læra að vera í 50% starfi hef aldrei unnið þannig áður á ævinni en þetta virðist bara vera nokkuð gott ;) ég var reyndar komin í skápana í svefnherberginu í morgun komin upp á stól áður en ég vissi af (veit að ég má það ekki) en fór mjög varlega hehe. Hvað á maður annað að gera þegar maður er ekki stærri en maður er og þarf að ná í eitthvað sem ekki næst í nema standa uppi á stól. Fólk verður bara að setja sig í mín spor. En ég lofa því að ég fer mjög varlega og er fljót niður aftur ;).



Jæja ætla að fara að gera eitthvað núna ætla að setja eina mynd af pólfaranum hingað inn njótið vel

kveðjum að sinni

Laufey og Pólfarinn ;)

|