þriðjudagur, október 14, 2008

33 vikur

Já það eru komnar 33 vikur og mikið í fréttum skal ég segja ykkur. Ég ætla ekki að fara út í krepputal hérna er alveg búin að fá nóg af því. Síðast þegar ég skrifaði vissi ég ekki hvort ég færi í keisara eða ekki en nú er það komið í ljós og það er líka komin dagur. Ég fer í keisara á 38. viku þannig að það eru ekki lengur 7 vikur í fæðingu drengsins heldur 5.... og Pólfarinn kemst á pólinn 19. nóvember. Fór í vaxtarsónar og mæðraskoðun í gær. Pólfarinn er svona í yfir sinni kúrfu í stærð þannig að það er ekkert skrítið að maður sé þreyttur. Ég hætti að vinna í gær fannst ekki gott að vera í vinnunni og geta ekki gert neitt. Gat ekki klætt börnin í skó eða teigt mig eftir einhverjum hlut sem er á gólfinu þannig að núna verð ég bara að stilla mig á ekki vinna gírinn hehehe sem er nú svolítið erfitt fyrir Lubbuna sem alltaf hefur unnið 100% vinnu. Þannig að ég er laus alla daga og næstum öll kvöld ef fólk vill líta við í kaffi. Toffy er hjá mér núna í staðlotu í skólanum og hún ætlar að taka bumbumyndir af okkur pólfaranum á fimmtudaginn ég er orðin mjög spennt..

Jæja nenni ekki að kvabba meira

kveðja
Laufey og Pófarinn
|