sunnudagur, nóvember 09, 2008

37 vikur...

Jabbidíjabb það eru einungis 11 dagar í að pólfarinn mæti á svæðið. Við erum held ég komin með allt sem þarf að eiga þegar hann kemur heim nú ef ekki þá verður Gunni bara í því að skottast út í búð og kaupa hluti fyrir hann ;) Við erum allavega komin með alla þessa stóru hluti eins og rúm, skiptiborð, bala til að baða í , vagn og bílstól. Hitt hlítur að koma að sjálfu sér held ég eða er það ekki? Þannig að það er eiginlega bara vika og 5 dagar eftir í dag ohhhh ég hlakka svo til. Jæja hef svosem ekkert að segja kveð að sinni.

Laufey og Pólfarinn
|