jæja ég er ekki hætt að blogga, hef bara ekki haft neitt til að blogga um, en jæja núna fer skólinn að byrja og get ég ekki neitað því að ég hlakki mikið til sko, búin að sjá stundaskrárnar sem eru ein fyrir hverja viku og síðan er ég búin að fá eina kennsluáætlun í aðferðarfræði rannsókna, þannig að maður þarf að fara að lesa aftur kvíði reyndar fyrir þessu námskeiði því að þetta er stærðfræði sem ALDREI hefur verið mín sérgrein, en Gunni er búinn að lofa að hjálpa mér í gegnum þetta, ég er líka búin að finna mér hvað ég ætla að skrifa um í lokaritgerðinni minni en hún mun fjalla um hvernig sé hægt að greina vísbendingar um lestrarörðuleika barna áður en þau hefja formlegt lestrarnám, svolítið spennandi eða það finnst mér allavega.
Já, ég var að horfa á Þórey Eddu hoppa í stangastökki og stóð hún sig bara mjög vel, besta frammistaða Íslendinga á þessum ólympíuleikum, var ekki alveg sátt við íslenska landsliðið í handbolta, en reyndu greyin eins og þeir gátu, Jón Arnar er kannski bara orðinn of gamall??? maður veit ekki, allavega hann er mjög góður, ekki hægt að neita því en hann er líka alltaf að slasa sig sem þýðir það að hann þarf alltaf að hætta keppni, reyndar stóð Rúnar fimleikadrottning sig líka mjög vel, en sundkapparnir voru ekkert með neinar rósir sko, komst enginn í undanúrslit, ekki alveg sátt sko því að þetta er það sem ég fylgist mest með á ólympíuleikunum og þetta var alltaf á morgnanna þegar ég var að vinna þannig að ég sá aldrei neina íslendinga synda, jú ég sá Jakob synda fyrsta sundið sitt því að það var um helgi
Ég hætti í vinnunni næsta þriðjudag eða það er síðasti vinnudagurinn, mikið rosalega verður erfitt að kveðja þessar dúllur, þau eru svo miklar dúllur að það hálfa væri nóg og manni finnst maður eiga svo mikið í þeim úff, þetta verður erfiður vinnudagur þ.e. 31. ágúst verður erfiður en ég mæti hress í vinnuna á morgun og mun knúsa þessar litlu dúllur rækilega en allavega ég er hætt í bili skrifa meira síðar ;)