fimmtudagur, mars 29, 2007

Ég biðst innilegrar afsökunar á þessu...

hef bara hugsað endalaust núna verð ég að fara að blogga og gleymt því svo þegar ég sest við tölvuna. Þessa dagana er ég bara búin að vera að vinna, sofa og djamma um helgar ;)

Það er búið að vera árshátíð hjá Garðabæ, Gæsun, frí þessa helgi og brúðkaup næstu helgi. Eitthvað meira er búið að gerast man bara ekki hvað það var. Það var mjög gaman á árshátíðinni. Ég og Gunni skelltum okkur í baðstofuna í laugum áður og það var bara þægilegt. Öll þessi gufuböð og þetta var bara frábært og þvílík slökun.

Síðustu helgi var ég að Gæsa Ásu vinkonu hans Gunna. Við byrjuðum á því að hittast í morgunkaffi á Café Copenhagen þaðan fórum við í klifurhúsið. Upphaflegt plan var að senda hana í listflug en veðrið var vægast sagt ógeðslegt þannig að við fórum bara í klifurhúsið í staðinn. Síðan fórum við með hana í Krónuna uppi á Höfða því að þar var verið að breyta eitthvað búðinni og þvílíkt mikið húllumhæ og við létum hana grilla nokkrar pulsur og afgreiða fyrir utan. Eftir það fórum við í Magadans það var rosalega gaman. Eftir það sendum við Gæsina í nudd í Mecca Spa og ætluðum sjálfar að fara í pottinn og bíða eftir henni þar en það var ekki pláss fyrir einhverjum öðrum hópum. Þannig að við fórum bara heim til einnar sem var með okkur og drukkum, síðan var hún bara sótt í nuddið og við keyptum mat hjá austurlandahraðlestinni og síðast um kvöldið var hjálpartækjakynning frá Amor.

Næstu helgi verða bara rólegheit held ég. Gunni er reyndar að fara að taka þátt í Elítuprófi Boot Camp og síðan er vorfagnaður hjá þeim um kvöldið. Ég verð bara heima og dunda mér ;)

Páskahelgina verður síðan brúðkaupið hjá Ásu og Bigga sem við vorum að gæsa síðustu helgi.

Jæja vona að þið hafið haft gaman af þessu skal reyna að blogga oftar en ég ætla ekki aðlofa neinu ;)

|

sunnudagur, mars 11, 2007

Argentína steikhús

Við fórum á Argentínu Steikhús í gær. Dóri vinur hans Gunna bauð okkur út að borða. Mikið hrikalega var maturinn góður það var alveg sama hvað maður fékk sér. Það var allt alveg hrikalega gott. Ég byrjaði á því að fá mér humarsúpu í forrétt hún var rosalega góð. Fékk mér síðan 300gr nautalund nammi, nammi, namm og síðan fékk ég mér í eftirrétt Heita súkkulaðiterta með blautum kjarna borin fram með ís ég slefa nú bara við tilhugsunina um allan þennan góða mat. Reyndar verður að taka það fram að Dóri vinur hans Gunna var að kaupa sér íbúð og Gunni þarf að vinna fyrir matnum með því að mála og leggja parket.
|

fimmtudagur, mars 08, 2007

Ég er að skríða saman...

ég er öll að koma til búin að vera heima hitalaus í tvo daga og er þess vegna að fara í vinnuna í dag. Ég ætla samt bara að fá að vera inni í dag og kannski líka á morgun sé til hvernig staðan á mér verður þá.

Kv.
Laufey
|

fimmtudagur, mars 01, 2007

hefur náð tökum á mér. Vaknaði í gær með hita og lá upp í sófa mest allan daginn. Vaknaði síðan klukkan 4 í nótt að drepast úr þorsta. Fór að fá mér að drekka og mældi mig í leiðinni mælirinn rauk upp í 39°C sem þýðir 40°C hiti hjá mér því að venjulega ef ég mæli mig hitalausa þá er ég með 36°C hita. Eftir að hafa vaknað ætlaði ég bara ekki að ná mér niður aftur. Lá upp í rúmi bara andvaka fór fram og horfði aðeins á imbann tók síðan verkjatöflu og fór aftur að sofa. Tveimur tímum seinna vaknaði ég aftur svitabaði. Vaknaði við það að vera taka sundtök í eigin svita eða nánast. Þetta er viðbjóður er ennþá með hita en ekki nærri eins mikinn og í nótt það var ógeð.

Kveð að sinni
Lasna Laufey
|

Mikið að gera....

þess vegna hef ég ekkert bloggað síðan eftir London ferðina. Ég er bara að vinna og sofa og svo auðvitað í ræktinni.
Ég veit ekki hvort ég sagði ykkur frá því að Gunni keypti Ipod í fríhöfninni áður en hann fór til London. Í fyrradag varð saga Ipodsins öll. Gunni er búinn að segja frá því á blogginu sínu. Ef ég færi að segja frá því þá myndi ég apa allt eftir honum. En til að gera langa sögu stutta þá er Ipodinn dáinn, hann drukknaði.

Ég er búin að vera í þvílíku heilsuátaki núna síðan í byrjun janúar. Fór í viktun á sunnudaginn og var búin að léttast um 1, 2 kg síðan í janúar en það voru farnir 6 cm í mittinu og 2% í fitu sem ég myndi nú bara segja að væri bara þokkalegt. En það eru 6 vikur eftir þannig að ég get misst meira af mittinu og meiri fituprósentu ef ég verð áfram dugleg. Er reyndar fyrst að komast í gang núna þannig að þetta verður örugglega allt í lagi.

Jæja nenni ekki að skrifa meira núna kveð að sinni
Kv.
Laufey
|