sunnudagur, september 30, 2007

Yndislegt líf :)

Ég vil byrja á því að óska Rósu Berglindi vinkonu minni innilega til hamingju með litla sæta strákinn. hann fæddist á laugardaginn var.

Síðan ætla ég að blogga örlítið.

Ég er byrjuð aftur í Bootcamp eftir aðgerðina það er bara æðislegt. Ég og Jónína systir hans Gunna erum búnar að ákveða að taka þátt í þrekmeistaranum í vor ekki núna í nóvember. Okkur finnst það vera aðeins of stuttur tími til að undirbúa sig. En svo ætla ég að reyna við Elítuprófið eftir fimm vikur þannig að það er nóg að gera.

Ég verð grasekkja næstu tvær vikurnar. Gunni er að fara til Svíþjóðar á námskeið og vikuna þar á eftir er hann að fara til Munhen á ráðstefnu. Veit eiginlega ekki alveg hvað ég á að gera af mér á meðan. Ætli ég níðist ekki bara aðeins á Rósu og litla kút. Þarf endilega að fara að kíkja aftur á þau. Hann var bara sólarhringsgamall þegar ég sá hann síðast vildi leyfa henni að fá aðeins frið allavega í viku frá mér ;)

Deildarstjórastaðan gengur vel. Allavega ennþá en það tekur auðvitað bara tíma að koma öllu á jafnt ról og að láta hlutina virka vel.

Nenni ekki meira þreytt eftir bootcampið í morgun :)
|

miðvikudagur, september 12, 2007

Óttarlega er maður eitthvað dapur.....

Hef nákvæmlega ekkert að blogga um. Meina það er nóg að gera í vinnunni og þannig en ég náttúrlega má ekkert vera að blaðra um þau svona á veraldarvefnum. Er bundin þagnarskyldu þið vitið. Ég er semsagt orðin deildarstjóri og er á litlu deildinni. Þetta eru allt algjör kríli og öll algjör krútt. Þetta tekur samt öðruvísi á en að vera á stóru deildinni, þar er liðið farið að rífa kjaft og færa rök fyrir máli sínu ;). Á litlu deildinni getur maður verið meira dipló og þarf kannski ekki að vera að skammast eins mikið eða maður fer öðruvísi að því. Það er aðlögun í gangi á deildinni minni og mikið um grátandi börn og maður er með harðsperrur í upphandleggnum hægra megin. Segi nú samt þökk sé Bootcamp væri örugglega verri í hendinni ef ég væri ekki búin að vera hjá þeim. Hef reyndar ekkert verið núna undanfarnar vikur. Fór í smáaðgerð í síðustu viku og má þess vegna ekki fara í bootcamp alveg strax. Ætla samt að sjá til í næstu viku hvort ég kemst ekki. En áfram með vinnuna, allt gengur samt bara mjög vel og var manni kannski soldið hent út í djúpu laugina þegar ég mætti eftir frí barn að byrja í aðlögun sama dag og ég mætti í vinnuna og annað barn að mæta daginn eftir. Er ekki alveg komin inn í það að vera stjóri og þarf að fara kannski örlítið niður um nokkur þrep. Geri ýmislegt sem á að gera öðruvísi og þannig. En ég ætla ekki að skrifa meira núna.

bleble
Laufey
|

föstudagur, september 07, 2007

lýsir kannski bandaríkjunum ágætlega :)

|

laugardagur, september 01, 2007

Svo sætar myndir


svo sætar myndir á þessari síðu :) Athugið að þarf að ýta á myndina til að fá síðuna :)
|