mánudagur, janúar 31, 2005

Í skólanum, Í skólanum.....

er skemmtilegt að vera ;)já það er bara gaman í skólanum, en þetta verður líka frekar strembin önn tvö stór verkefni þ.e. lokaverkefnið og þróunarverkefni sem eru þannig að við verðum að vinna í þessum verkefnum í allan vetur ;)og svo er námskeiðið samskipti og stjórnun... það er s.s. fínt námskeið en annar kennarinn get svarið það að hún hefur verið prestur í fyrralífi.... hún talar svo hægt.. ég er ekki að ýkja þetta hún telur allavega upp að 10 á milli orða úff maður má ekki mæta þreyttur í tíma til hennar þá er garentí að maður sofnar allavega þarf maður að einbeita sér vel að því að sofna ekki hehehe það er samt plús við það að hún tali svona hægt held að ég hafi aldrei glósað svona mikið í tímum hehehehe en hún er mjög fín þrátt fyrir að hún tali hægt
Ætla að fara aðeins út í Íslenska landsliðið í handbolta þeir unnu Alsírbúa með MIKLUM mun þeir hefðu betur spilað svoleiðis alla keppnina þá væru þeir ekki dottnir út en þeir stóðu sig samt bara ágætlega þetta getur líka verið spurning um heppni ;)

Jæja er hætt í bili
Kveðja
Lubbabeib ;)
|

föstudagur, janúar 28, 2005

Ég er.......

hrottalega fúl!!!! var að horfa á landsleikinn áðan við rússa og við hefðum alveg átt að geta unnið þá omg hvað ég er svekkt þeir jöfnuðu í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik þá klúðruðu þeir málinu algjörlega og leikurinn endar í 7 marka mun..... ´
shit hvað ég er fúl en ok rússar efstir í riðlinum og eru nokkuð góðir en við eru líka góðir en ekki að spila á þessum velli.... en jæja vonandi gengur þeim betur í næsta leik og vonandi vinna þeir alsírbúa því að þá komumst við áfram.... held ég ;) farin adios bæbæ
|

sunnudagur, janúar 23, 2005

ÁFRAM ÍSLAND!!!!!!

ÁFRAM ÍSLAND!!!!!!








Já Ísland stóð sig með eindæmum vel í leiknum áðan á móti Tékkum.... verð að viðurkenna að ég var búin að gefa upp alla von þegar þeir voru komnir níu mörkum undir en þeir sýndu hvað í þeim býr og nú verður maður að halda áfram að horfa og hvetja þá eins og í dag og ég segi enn og aftur ÁFRAM ÍSLAND!!!!!!
|

fimmtudagur, janúar 20, 2005

Djöfull er ég.......

þreytt var vöknuð klukkan átta í morgun sem er sjaldgjæft því að ég er svo lítið í skólanum en ástæðan var sú að ég er að fara að gera verkefni sem tengist leikskólum og ég fór að heimsækja einn leikskóla í morgun sem heitir Lækjarborg eftir heimsóknina þá fór ég í skólann og var þar til að verða hálf þrjú en þá fór ég í heimsókn í leikskólann Fellaborg til að skoða. Þetta voru mjög spennandi heimsóknir og eiga vonandi eftir að nýtast mér í þessu verkefni. En þetta er með lengri dögum sem ég hef átt núna eftir áramótin ;) skrópaði í leikfimi, reyndar ekki námskeiðstími, heldur bara skróp hjá sjálfri mér en allavega vakna snemma til að mæta í leikfimi... hitti svo stelpurnar sem eru með mér í verkefni um hádegið ;) jæja nenni ekki meiru sjáumst síðar
|

þriðjudagur, janúar 18, 2005

Símsvarinn á Kleppi


"Velkominn í þjónustusímann á Kleppi".

Ef þú þjáist af ..

......þráhyggju, skaltu ýta í sífellu á 1

......ósjálfstæði, skaltu fá einhvern til að ýta á 2 ..

......klofnum persónuleika, skaltu ýta á 3, 4, 5 og 6

......ofsóknarbrjálæði, þá vitum við hver þú ert og hvað þú vilt. Bíddu á línunni svo við getum rakið samtalið

......ranghugmyndum, veldu 7 og við gefum þér samband við móðurskipið

......þunglyndi, þá skiptir ekki máli á hvaða hnapp þú ýtir - það svarar þér enginn hvort eð er

......lesblindu, skaltu velja 696969696969

......taugaveiklun, skaltu fitla við ferninginn þar til einhver svarar

......minnisleysi, skaltu velja 8 og segja nafn þitt, kennitölu, símanúmer, fæðingardag, heimilisfang, skónúmer og fullt nafn móður þinnar

......óákveðni, skaltu skilja eftir skilaboð á eftir tóninum eða á undan tóninum eða á eftir tóninum. Vinsamlega bíðið eftir tóninum

......skammtímaminni, veldu 9

......skammtímaminni, veldu 9

......skammtímaminni, veldu 9

......skammtímaminni, veldu 9
|

sunnudagur, janúar 16, 2005

svolítið fyndið

amoure
You like the sweet, shy type.


What kind of guy are you most attracted to? (CUTE anime pics)


Tók þetta próf á Quizilla og viti menn þetta á nú bara pínulítið við hann Gunna minn ;) hann er góða og feimna týpan þannig að þetta próf er kannski pínu raunhæft ;)
|

ATH!!!!!!!!!!!!!!

Svona ætla ég ekki að verða!!!! og ef ég verð einhverntímann svona endilega látiði mig vita og minnið mig á ;)
|

laugardagur, janúar 15, 2005

já skólinn byrjaður og allt....

Já skólinn er byrjaður og ég skil ekki þessa áráttu hjá kennurum að láta mann lesa á norsku... ég var að reyna að lesa áðan einhverja norska grein og ég bara hreinlega skil ekki skít í henni... eða jú eitt orð sem hefur komið oft fyrir í lesefninu sem ég er búin að vera að læra undanfarin 3 ár og það er barnehaven = leikskólinn, meira skil ég ekki.
Já átakið er byrjað það byrjaði á mánudaginn helvíti skemmtilegir tímar fór í fitumælingu og viktun í dag var alveg sátt við viktina þannig sýndi allavega það að ég hafði léttst en fitumælinguna var ég ekki eins sátt við þarf að drekka meira vatn og ná meiru af mér ;)En ég er mjög sátt við þetta og ætla að vera dugleg munið áramótaheit nr. 1 ná af mér 10- 12 kg á árinu :)
jæja ætla að fara að hætta í bili og reyna að læra eitthvað svo að ég dragist ekki inn í Sims 2 eina ferðina enn þarf að læra.... MIKIÐ þannig að sí jú leider
|

sunnudagur, janúar 09, 2005

Alltaf skemmtilegast......

að lenda á djammi sem ekki er fyrirfram planað. Já, í gærkvöldi var ég að horfa á Shrek 2 með Gunna og Dóra og þegar myndin er búin þá hringir Daði og spyr hvort fólk sé ekki spennt fyrir því að taka langan laugarveg (sem þýðir að byrja efst á laugarveginum og fara á allar pöbbana og fá sér einn bjór)fólk var til í það og haldið var af stað og byrjað á einhverjum mónakópöbb og drukkið einn bjór og haldið áfram niður þetta var helvíti gaman og ég ekki komin heim fyrr en um fimm ölvuð af sjálfsögðu ;) þannig að þetta var gaman.

|

þriðjudagur, janúar 04, 2005

komin heim í holuna mína :)

já, við komumst heim 30. desember 2004 eldsnemma um morguninn, um kvöldið var haldið upp á útskriftina hans Ninna bróðir hans Gunna en hann var að útskrifast frá Danmörku sem byggingarverkfræðingur.
31. desember borðuðum við hjá foreldrum hans Gunna fengum þar innbakaða nautalund sem var mjög góð eftir að búið var að borða var horft á mjög gott skaup og drukkið eftir miðnætti var haldið heim og haldið partý þar sem mættu ca. 8 manns... ég fór ekki í bæinn því að ég nennti ekki að standa í biðröð til að komast einhversstaðar inn og ef ég myndi síðan komast einhversstaðar inn að þá væri svo troðið af fólki að maður fær innilokunarkennd.. nenni ekki svoleiðis rugli.
Nýársdagur fór í þynnku og var hátíðarmaturinn Pizza ;) Ég setti áramótaheit, ég ætla að missa allavega 10 kg á árinu, hugsa betur um sjálfa mig almennt og vera meira lifandi og ætla ég að standa við eitthvað af þessu. ég byrja á svona átaksnámskeiði 10. janúar hjá Hreyfingu og stendur það í átta vikur og ætla ég að standa mig með mikilli prýði er að eyða extra pening til að fá aðhaldið sem mig vantar. byrja á þessu hitt kemur kannski síðar.
Síðan á annan var okkur boðið í hamborgarahrygg til tengdó og síðan haldið í keilu og bíó á myndina oceans twelve sem var helvíti góð með Daða, Gyðu og Dóra og svo náttúrulega við skötuhjúin. jæja búin að bulla nóg kveð í bili

p.s. síðasta einkunnin komin inn og hún er í barn, fjölskylda og barnavernd og hún var 8,5 og þakka ég Elínu Önnu alveg sérstaklega fyrir samvinnuna í tengslum við þessa einkunn ;)
|