þriðjudagur, ágúst 31, 2004

sætasti hundur sem ég hef séð

er á þessari síðu hérna hef bara aldrei séð sætari hund
|

hætt í vinnunni !!!

Í dag var síðasti dagurinn minn í vinnunni og mikið rosalega var erfitt að kveðja þessi kríli, en ég og Kristín ætlum að fara þangað á föstudaginn og bjóða kellunum í kaffi og kleinur þannig að við verðum kvaddar formlega þá. En það var eitt barnið sem gaf mér gjöf sem var alveg ógeðslega flott úr, varð mjög hissa reyndar á myndinni þarna er úrið með bleikri ól en mitt úr er með hvítri, en mér finnst það ógeðslega flott allavega, hefði ekki getað fengið meira hrós fyrir vinnuna mína, þannig að ég er mjög sátt.
|

sunnudagur, ágúst 29, 2004

mér leiðist :(

En hvað sjónvarpið er alltaf ógeðslega leiðinlegt, er ekki að fíla þennan þátt The Twilight zone mikið ógeðslega er hann leiðinlegur úff, en samt situr maður stjarfur yfir þessu frekar en að fara að sofa bara eða gera eitthvað vitrænna, ég bíð bara eftir Survivor þá verð ég sátt og svo vona ég að quieer eye for a straight guy (hvernig sem það er nú skrifað) komi aftur maður fær alltaf góðar hugmyndir þar en allavega nenni ekki að skrifa meira núna skrifa kannski eitthvað á morgun

verð nú bara að láta þetta fylgja með fannst þetta helvíti fyndið
|

laugardagur, ágúst 28, 2004

ég er hætt!!!

að taka svona próf hehehehe, mér leiddist bara svona mikið, hvað er málið með Skjá einn að næla sér í fótboltann???? núna er engin sjónvarpstöð ekki með fótbolta um helgar þannig að maður svissar og svissar á milli stöðva og maður sér ekkert nema fótbolta á öllum rásum og ef það er ekki fótbolti þá eru það ólympíuleikarnir allavega eins og það er í dag úff hundleiðinlegur dagur er að bilast á þessu
|

hvaða kvikmynd myndi henta mér best???

CWINDOWSDesktopPowerRangeres.jpg
Power Rangers Movie!

What movie Do you Belong in?(many different outcomes!)
brought to you by

|

Hvaða litur er ég???

You're Purple
You're Purple!
Rate a 5 to see a picture of a
hot guy... Send me a message!

What is your color? (girls only... great anime pics)
brought to you by


|

þriðjudagur, ágúst 24, 2004

Skólinn, ólympíuleikar og vinna

jæja ég er ekki hætt að blogga, hef bara ekki haft neitt til að blogga um, en jæja núna fer skólinn að byrja og get ég ekki neitað því að ég hlakki mikið til sko, búin að sjá stundaskrárnar sem eru ein fyrir hverja viku og síðan er ég búin að fá eina kennsluáætlun í aðferðarfræði rannsókna, þannig að maður þarf að fara að lesa aftur kvíði reyndar fyrir þessu námskeiði því að þetta er stærðfræði sem ALDREI hefur verið mín sérgrein, en Gunni er búinn að lofa að hjálpa mér í gegnum þetta, ég er líka búin að finna mér hvað ég ætla að skrifa um í lokaritgerðinni minni en hún mun fjalla um hvernig sé hægt að greina vísbendingar um lestrarörðuleika barna áður en þau hefja formlegt lestrarnám, svolítið spennandi eða það finnst mér allavega.

Já, ég var að horfa á Þórey Eddu hoppa í stangastökki og stóð hún sig bara mjög vel, besta frammistaða Íslendinga á þessum ólympíuleikum, var ekki alveg sátt við íslenska landsliðið í handbolta, en reyndu greyin eins og þeir gátu, Jón Arnar er kannski bara orðinn of gamall??? maður veit ekki, allavega hann er mjög góður, ekki hægt að neita því en hann er líka alltaf að slasa sig sem þýðir það að hann þarf alltaf að hætta keppni, reyndar stóð Rúnar fimleikadrottning sig líka mjög vel, en sundkapparnir voru ekkert með neinar rósir sko, komst enginn í undanúrslit, ekki alveg sátt sko því að þetta er það sem ég fylgist mest með á ólympíuleikunum og þetta var alltaf á morgnanna þegar ég var að vinna þannig að ég sá aldrei neina íslendinga synda, jú ég sá Jakob synda fyrsta sundið sitt því að það var um helgi

Ég hætti í vinnunni næsta þriðjudag eða það er síðasti vinnudagurinn, mikið rosalega verður erfitt að kveðja þessar dúllur, þau eru svo miklar dúllur að það hálfa væri nóg og manni finnst maður eiga svo mikið í þeim úff, þetta verður erfiður vinnudagur þ.e. 31. ágúst verður erfiður en ég mæti hress í vinnuna á morgun og mun knúsa þessar litlu dúllur rækilega en allavega ég er hætt í bili skrifa meira síðar ;)
|

mánudagur, ágúst 16, 2004

DV

Sá einhver DV á laugardaginn???? þá er ég að tala um blaðið með hjólhýsafólkinu, ég spyr nú bara vegna þess að það var svo ógeðslega fyndin mynd af einhverri kellingu þarna. Hún var í svona þröngum buxum sem er sossem allt í lagi en hún var með svo mikla ístru og það er líka sossem allt í lagi en það er ekki í lagi að girða ístruna ofan í þröngu buxurnar og láta svo taka mynd af sér, því að manneskjan var eins og hún væri með rassgatið framan á sér, ég hélt að ég yrði ekki eldri úr hlátri, þetta var ógeðslega fyndin mynd hehehehehehehehehehehehe (hlæ ennþá við tilhugsunina heheheeheheheh)
|

þriðjudagur, ágúst 10, 2004

Steikjandi sól og hiti

hérna er búið að vera ógeðslega gott veður!!! mér líður eins og ég sé bara úti í útlöndum í morgun þegar ég fór í vinnuna þá var 21 °C hiti í Reykjavík en klukkan þrjú var hitinn kominn niður í 18 °C en það var eingöngu vegna hafgolunnar sem kom inn en maður fann ekki fyrir því sko vindurinn var heitur helvíti þægilegt. held samt að ef ég væri úti núna á sólarströnd að þá væri maður bara pínulítið svektur búin að borga offjár til að fara í sólina eitthvað annað og svo er bara bongóblíða hérna heima heheheh en ég veit það ekki alltaf gaman að fara til annarra landa. ætla að fara sí jú leider bæbæ
|

föstudagur, ágúst 06, 2004

Flutt

já sælt veri fólkið, já ég er flutt á næstu hæð fyrir ofan hehehe þ.e. í íbúð 203 fengum lyklana afhenta í dag og þegar ég kom heim úr vinnunni þá voru Gunni og félagar búnir að flytja allt þunga dótið upp þannig að þegar ég kom heim þá var ég flutt hehehe helvíti þægilegt. En allavega ef einhverjir vilja kíkja í kaffi þá endilega koma og skoða nýju íbúðina ;) allir velkomnir jæja ætla að fara að koma mér betur fyrir bæbæ
|