fimmtudagur, mars 30, 2006

búin að vera lasin....

í þrjá daga. Ekkert smá ömurlegt er reyndar fegin að hafa ekki orðið lasin úti í Amsterdam. En ég hugsa að ég mæti nú í vinnuna á morgun er orðin hitalaus og svona þannig að maður hefur ekki neina afsökun lengur.

Gunni er búinn að setja inn myndir af árshátíðarferðinni þannig að þið getið þá séð í hversu miklu stuði við vorum. hehehe

En jæja ég er að hugsa um að fara að leggja mig svo ég sofi nú bara ekki yfir mig í fyrramálið.
Kveðja
Laufey
|

mánudagur, mars 27, 2006

Nýr linkur....

já það er kominn linkur piparstelpnanna en það er bráðskemmtilegur vefur sem Anna Karen vinkona mín og fleiri halda. Þær eru ekki búnar að skrifa mikið en það sem ég hef lesið lítur mjög vel út.

kveðja
Lubban
|

sunnudagur, mars 26, 2006

Honey, i´m home!!!!

já ég er komin aftur til landsins. Þetta var bara mjög skemmtileg ferð og höfðum við bæði mjög gaman af. Það var mikið djammað, skoðað og verslað þannig að þetta var svona hálfgerð maraþon ferð og held ég svei mér þá að ég verð þreyttari á morgun í vinnunni en ég var áður en ég fór í fríið hehehe nei ég segi nú bara svona.

Á fimmtudeginum fórum við í svona þorp sem er aðeins fyrir utan Amsterdam. Það var alveg geggjað það var eins og að koma aftur í tímann. Gamlar vindmyllur og gömul hús frá því um 1600 og eitthvað helvíti flott verð ég nú að segja. Um kvöldið var farið út að borða og fórum við á einhvern argentínskan stað mjög góður þar sem við fengum fullt af fríum bjór. Lúxus að vera fyrstu íslendingarnir sem þjónninn afgreiðir. Síðan fórum við og skoðuðum rauða hverfið. Það var nú bara ákveðið upplifelsi útaf fyrir sig. Maður skilur ekki hvernig svona laglegar stúlkur geta látið bjóða sér svona vinnu en auðvitað eru þetta oft einhverjar ógæfustúlkur sem er hótað og þess háttar maður hefur ekki hugmynd um það.

Á föstudeginum var verslað og gátum við eitt alveg slatta af peningum þrátt fyrir að það sé nú ekkert mikið ódýrara en hérna heima held að flest hafi verið bara á mjög svipuðu verði og hérna heima t.d. fórum við inn í Karen Millen og hún var dýrari þarna en hún er hérna heima og er hún nú frekar dýr hérna heima. Um kvöldið var farið út að borða á einhverjum spænskum stað. Það var mjög kósý og þægilegur staður. Eftir það var farið á Leidzeplein og farið á einhvern stað þar sem barþjónarnir voru mjög hressir og gerðu besta tecila sunrise sem ég hef smakkað það hreinlega fannst ekki áfengisbragð hefði getað drukkið það allt kvöldið. Við ákváðum samt að halda aðeins áfram og fórum inn á nokkra staði sem ekki voru alveg að gera sig á einum staðnum var stelpa í svo lágum buxum að rassaskorna á henni var verri en á verkamanni og síðan í gegnsæjum bol (mjög smart :$) en hún daðraði við allt sem hreyfðist þarna og voru allir gaurarnir í kringum hana slefandi. Við enduðum síðan á stað sem heitir Palace og þetta var risastór salur og fullur af fólki helvíti gaman að sjá þetta. Síðan var haldið heim.

Á laugardeginum fórum við að skoða ríkislistasafnið í Amsterdam og þar heilluðumst við algjörlega upp úr skónum af Rembrandt þvílíkur snillingur var þessi maður myndirnar hans voru hreint geggjaðar. Eftir listasafnið var réttlitið í búðir og haldið síðan heim því árshátíðin var um kvöldið var hún alveg þokkaleg og ég skemmti mér konunglega sérstaklega þegar lagið með Sylvíu Nótt var spilað. Maturinn var ekkert sérstakur fyrir utan eftirréttina þeir voru mjög góðir.

Í dag komum við heim drulluþunn og þreytt.

Alla dagana var vaknað í morgunmat sem var algjört gúrmet verð ég að segja belgískarvöfflur með rjóma og súkkulaði og kampavín. Reyndar fékk ég mér bara kornfleks og eplí í morgunmat fyrsta daginn en það var gert svo mikið grín að mér að ég þorði ekki annað að smakka eitthvað af þessum mat og ég sé ekki eftir því.

Jæja núna er ferðasagan búin og ég hætt í bili ég kveð að sinni
Lubban
|

mánudagur, mars 20, 2006

já það er dýrt að vera pæja.....

já ég segi þetta því að ég fór í handsnyrtingu á laugardaginn og það varð aðeins dýrara en ég ætlaði mér en þannig er málið að ég ætlaði bara að fara í handsnyrtingu en þegar ég var búin í því þá keypti ég svona einhvern naglakúr fyrir neglurnar á mér en þær eru svo þunnar eitthvað og linar. Síðan mundi ég allt í einu eftir því að ég var búin með andlitssápuna mína og hreinsivatnið þanng að ég keypti það líka síðan vantaði mig auðvitað svona kornaskrúbb fyrir andlitið og keypti það líka og ég ætla ekki að segja hvað þetta kostaði en get sagt að það varð aðeins svimandi hátt verð. En ég er sosem ekkert alltaf að kaupa mér eitthvað til að vera pæja maður gerir þetta bara endrum og eins hehehehe.

En ástæðan fyrir því að vera svona mikil pæja er að sjálfsögðu árshátíðin sem verður haldin í Amsterdam. Við verðum á einhverju geggjuðu ***** hóteli sem heitir Krasnapolski þar sem hægt er að byrja að sötra strax í morgunmatnum því að þar er veitt kampavín í morgunmat ásamt öðru eins og nýpressuðum ávaxtasafa og svo lengi mætti telja mér skilst að það sé hægt að fá nánast allt í morgunmat. En við förum út á fimmtudagsmorguninn og við komum heim á sunnudaginn. Árshátíðin sjálf er á laugardaginn þannig að ætli maður verði ekki eitthvað þunnur á sunnudeginum í fluginu ég gæti best trúað því annars veit maður aldrei.

Ég er allavega orðin fín um neglurnar eða það ætla ég rétt að vona. Gunni gat ekki séð neinn mun á þeim en ég sé hann þannig að þá hefur nú eitthvað gerst.

kveð að sinni
Lubban
|

mánudagur, mars 13, 2006

einum bætt við...

já er búin að bæta honum Huga gömlum bekkjarfélaga inn á linkalistann minn þannig að þið getið notið skrifa hans ;)
|

sunnudagur, mars 12, 2006

Held að Silvía Nótt eigi möguleika.....


já ég held það bara hreinlega eftir að ég sá framlag finnlands en það eru þungarokkarar sem heita Lordi. Þetta minnir mig meira á Star Trek en þungarokk en kannski Klingonar hafi sungið þungarokk í laumi og er hér með komnir til jarðar að skapa sér frægð.

Held nú bara að Silvía Nótt geti átt möguleika vonum bara að fleiri lönd komi með persónur úr Star Trek þá ætti okkur að vera borgið hehehehehehe.
|

sunnudagur, mars 05, 2006

maður er nú að reyna......

já ég er að reyna að bæta fyrir undanfarið bloggleysi. Ekki að ég hafi eitthvað að segja en maður reynir nú samt.

Í gær fór Gunni að skemmta sér með einhverjum gömlum skólafélögum og var ég þá bara eitthvað heima að dúlla mér. Ég fór því í Lyfju og keypti mér naglanæringu því að í blaðinu sem ég er áskrifandi af segir að til að gera neglurnar fallegar þá þurfi maður að eiga naglanæringu og setja að minnsta kosti 3x í viku á neglurnar og fyrst ég var að þessu þá keypti ég líka svona french manicure og límmiða til að þetta hvíta færi nú ekki allt til andskotans og var síðan að dúlla mér við þetta í gærkvöldi því ekki var sjónvarpsdagskráin upp á marga fiska frekar en fyrri daginn.

Í dag gengum við upp á Skálafell en við erum búin að reyna að fara upp á það síðastliðnar tvær helgar aldrei gengið í fyrra skiptið var haldið af stað og það var nú bara slidda og ógeð og við sáum ekki einu sinni fjallið frá hellisheiðinni en þar byrjar maður að ganga og í seinna skipti var ekki einu sinni haldið af stað því það var bara rigningarógeð og ákveðið að halda bara kyrru fyrir heima. En í dag var veðrið yndislegt og vorum við 3 tíma að ganga þetta þ.e.a.s. fram og til baka. Útsýnið var æðislegt við sáum langjökul, Heklu, yfir á Þingvallavatn, Vestmannaeyjar, Þorlákshöfn og svo lengi mætti telja með öðrum orðum sagt bara frábært og er ferðinni heitið á Húsfell næstu helgi en það fjall er eiginlega á milli Búrfells og Helgafells það verður örugglega líka frábært.

Eftir gönguna var heldið heim og fengið sér að borða og síðan fórum við Gunni í ljós það var alveg ótrúlega þægilegt. Reyndar verð ég að segja að það er leiðinlegt að liggja í ljósum og ennþá leiðinlegra ef maður hefur ekkert sem kallast útvarp eða tónlist í eyrunum. Ég þurfti náttúrulega að fá ljósabekkinn þar sem er bilað útvarpið. Bara týbískt fyrir Lubbuna.

Ég vona að þetta sé nóg fyrir ykkur í bili
skal reyna að vera duglegri í blogginu núna
kveðja
Lubban
|

fimmtudagur, mars 02, 2006

Margt hefur nú gerst.......

Ég var búin að gleyma hún Kristín Dögg vinkona mín átti stelpu þann 10 febrúar og óska ég henni og Matta innilega til hamingju með dóttirina.

Sama dag skrifuðum við Gunni undir kaupsamninginn þannig að nú er ekkert annað en að bíða eftir 1. maí en þá fáum við afhenta íbúðina og ég er strax farin að hlakka til. Ég er endalaust að skoða einhver svona blöð eins og Veggfóður og Ikealistinn er að verða að frumeindum vegna flettinga heehehehe.

Verð nú að segja hérna frá mjög skondnu kommenti sem einn strákurinn á deildinni minni sagði. Hann var að tala um bróðir sinn.

"Hann Vigfús er eins og bréfalúga" (hann er tannlaus) hehehehehehe mér finnst þetta algjör snilld að lýsa bróðir sínum við bréfalúgu.

Í gær var Öskudagur og voru nokkrir íþróttaálfar og Sollur. Það var bara ein Silvía Nótt þ.e.a.s. með stjörnuna eins og í júróvísion. En það er hef á leikskólanum hjá mér að starfsfólkið klæðir sig líka upp í búninga og gerði ég gríðalega leit að dimmisjón búningnum mínu sem að á endanum fannst ekki en ég rétt náði í Smáralindina fyrir lokun á sprengidegi og keypti mér hvíta vængi og spöng með geislabaugi þið getið nú væntanlega giskað á hvað ég var. Ég tók mynd af mér í dressinu þannig að það mun koma síðar á netið. Einnig er hefð hjá starfsfólkinu að setja upp leikrit fyrir börnin og var núna sett upp leikritið Pétur og Úlfurinn og ég var að sjálfsögðu litli fuglinn hehehehe þetta var mjög fyndið en einum drengnum á deildinni minni fannst útfærslan á því þegar fuglinn var að leiða úlfinn í gildru ekki nógu góð, við fórum að spyrja hann afhverju en honum fannst asnalegt að úlfurinn skyldi elta fuglinn því að í sögunni flaug fuglinn í kringum munninn á úlfinum. En hann var nú samt bara nokkuð sáttur. hehehehehe

Jæja núna hef ég ruglað nóg kveð að sinni
Lubban
|