mánudagur, nóvember 27, 2006

Er bara ein manneskja????

sem skoðar þetta blogg??? Allavega er bara ein manneskja búin að commenta á bloggið í tengslum við nýja lúkkið. Ég er nú eiginlega bara soldið fúl.

En fýlan er fljót að líða hjá þannig að hún er búin núna.

En endilega kommenta á síðuna ekkert gaman að skrifa og skrifa og fá ekkert fítbakk það er nú algjörlega til þess að maður hætti þessari vitleysu eða er það kannski það sem þið viljið?

Kv.
Laufey
|

miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Hvernig lýst ykkur á??

nýja lúkkið? Var komin með svolítið leið á bleika þemanu mér finnst þetta bara nokkuð flott sérstaklega vegna þess að ég gerði þetta alveg sjálf ;)

kveðja
Laufey
|

sunnudagur, nóvember 19, 2006

Hef svo lúmskt gaman að þessu :)

Endilega svariði ef þið nennið :)

1. Miðnafnið þitt:

2. Aldur:

3. Single or Taken:

4. Uppáhalds bíómynd:

5. Uppáhalds lag:

6. Uppáhaldshljómsveit:

7. Dirty or Clean:

8. Tattoo eða göt:

9. Þekkjumst við persónulega?

10. Hver er tilgangurinn með lífinu?

11. Myndiru bakka mig upp í slagsmálum?

12. Myndiru þaga yfir leyndarmáli ef það skipti mig máli?

13. Besta minningin þín um okkur?

14. Myndir þú gefa mér nýra?

15. Segðu eitthvað skrýtið um þig:

16. Myndir þú hugsa um mig ef ég væri veik?

17. Getum við hist og bakað köku?

18. Hefuru heyrt kjaftasögu um mig nýlega?

19. Talaru eða hefuru talað illa um mig?

20. Finnst þér ég góð manneskja?

21. Myndir þú keyra með mér hringinn í kringum landið?

22. Finnst þér ég aðlaðandi?

23. Hverju myndiru vilja breyta í mínu fari?

24. Í hverju sefuru?

25. Kæmiru í heimsókn af tilefnislausu, bara til að chilla?

26. Myndir þú koma á stefnumót ef ég myndi bjóða þér?

27. Ef ég ætti einn dag ólifaðann, hvað myndum við gera?

28. Ætlaru að setja þetta á þína síðu svo ég geti fyllt þetta út?
|

laugardagur, nóvember 11, 2006

Er að baka....

já er að baka franska súkkulaðiköku nágrannans. Held reyndar að ég hafi gert einhver mistök deigið varð soldið þunnt og fór að flæða út um allan ofn eftir að ég setti hana inn í ofninn en ég held reyndar að þessi kaka geti hreinlega ekki klikkað, meina þetta er bara 400gr af súkkulaði, 250gr smjör, 6 egg, 300gr púðursykur og 1/2 bolli sterkt kaffi þannig að ef hún er ekki alveg að ganga þá verður þetta bara litla syndin ljúfa þar sem súkkulaðið flæðir út úr kökunni mmmmmmmm *sleikji út um* bara gott. Mamma og pabbi eru á leiðinni suður og koma í kvöld þau ætla að gista hérna hjá mér. Hlakka samt til að borða þessa köku því að kremið var allavega sjúklega gott þegar ég var búin að hræra saman öllu súkkulaðinu nammi, nammi, namm. Segi í næsta bloggi frá því hvernig kakan smakkaðist.
|

föstudagur, nóvember 10, 2006

"Ég hlakka svo til, ég hlakka alltaf svo til...."

Já hlakka til á morgun. Mamma og Pabbi ætla að koma keyrandi á morgun þ.e.a.s. ef veður leyfir spáin er kannski ekkert svo góð. En ég hlakka svo til að fá mömmu og pabba í heimsókn hef ekki séð þau síðan í september þegar þau fóru austur eftir Costa del Sol. Þau eru nú samt ekki í skemmtiferð því að hann Hjalti frændi minn var að deyja um daginn og það á að jarða hann á mánudaginn. Ég bjó hjá Lellu systir hans pabba og Hjalta heitinum þegar ég kom fyrst í bæinn og verð ég þeim alltaf innilega þakklát fyrir að hafa leyft mér að búa hjá sér þann tíma sem ég bjó þar.

Hætt í bili
Kveðja Laufey
|

fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Hélduð þið að ég væri dauð???

Ef þið hélduð það þá plataði ég ykkur sko aldeilis upp úr skónum heheheehe.

Það er bara búið að vera eitthvað svo mikið að gera hérna hjá mér og það hefur samt ekkert verið til að skrifa um. Skil bara ekki þetta bloggandleysi í mér.

Já ég ætla að óska Kristbjörgu til hamingju með að vera loksins búin að fá myndir af stelpunni hún er algjört krútt og mjög gott að vera loksins búin að fá myndir eftir ansi langa meðgöngu ef það má orða það þannig jafn langur meðgöngutími og hjá fíl. En loksins er þessi bið þeirra skötuhjúa liðin og núna gætu þau farið að fljúga til Kína og sækja litla krúttið. Innilega til hamingju Kristbjörg mín.

Annars er sosem ekkert að frétta af mér nema ég er alltaf í spænskunni á fimmtudögum og það gengur bara ágætlega og síðan förum við austur um jólin eða fljúgum austur á þorláksmessumorgun og fljúgum heim seint á annan í jólum. Við þurfum að mæta í vinnu þarna á milli jóla og nýársins.

Ég er að stelast núna á að vera að í undirbúning og ég er bara eitthvað strand núna þannig að ég kem engu í verk. Ætla nú samt að hætta þessu núna og reyna að vinna eitthvað pínulítið.

Kveðja
Laufey
|