mánudagur, febrúar 14, 2005

Grunnskólaheimsókn

já, á morgun fer ég í grunnskólaheimsókn ég verð í Hofstaðaskóla hérna í Garðabæ sem er mjög fínt. Það verður svolítið spennandi að fara því að sum börnin sem eru í bekknum sem ég verð í, voru í leikskólanum þar sem ég var að vinna í sumar og svo er æfingarkennarinn minn vinkona mömmu og pabba þannig að ég er ekki að fara neitt á stað þar sem ég verð algjörlega ókunnug.
|

föstudagur, febrúar 11, 2005

tannlæknar..... brjálaðir okrarar :(

ég fór til tannlæknis um daginn var búin að vera að drepast í einhverri tönn helvíti lengi og hann skoðar og byrjar að bora og eitthvað svoleiðis segir síðan að það þurfi að rótarfylla tönnina og hann byrjar fikta eitthvað í þessari tönn eftir hálftíma bor og læti þá segir hann að ég þurfi að koma aftur eftir tvær vikur og þá þurfi hann að klára þetta ég borga níuþúsund og eitthvað fyrir það. Fór aftur á þriðjudaginn og þá rótarfyllir hann tönnina og ég borga níuþúsund og eitthvað fyrir það en sagan er ekki búin ég þarf að fara aftur í næstu viku til að fá fyllingu og þarf örugglega að borga eitthvað fyrir það ég er orðin svolítið þreytt á þessu þetta er að setja mig á hausinn án djóks úff úff úff en mér líður samt betur í tönninni og það er fyrir öllu. þarf vonandi ekki að láta gera við neitt á næstunni.
Annars var skólinn frekar langur í dag þ.e. til klukkan hálf fimm fór síðan í ræktina og hreyfði mig örlítið þó að ég hafi enganveginn nennt því en jæja klukkan er orðin frekar margt ég ætla að fara að sofa góða nótt.
|

sunnudagur, febrúar 06, 2005

mismæli aldarinnar!!!

já ég fór í partý í gær sem er nú ekki frásögufærandi nema að ég held að ég hafi átt skammarlegasta mismæli við tengdaforeldra mína..... ég ætlaði að segja sletta úr klaufunum (eitthvað svoleiðis) og vera mjög gáfuleg og eitthvað en sagði óvart skvetta úr skaufunum!!!!! ekkert mjög gáfulegt hehehehe ég og Jónína systir hans Gunna örguðum úr hlátri yfir þessu hehehehe allavega mjög skammarlegt hehehe
|

þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Börnin hafa svörin á hreinu.. hver hefur ekki velt þessu fyrir sér :)

HVERJUM Á MAÐUR AÐ GIFTAST????



Maður verður að finna einhvern sem hefur gaman af því sama og maður sjálfur.
Ef maður til dæmis hefur gaman af íþróttum verður hún að hafa gaman af því að þú hafir gaman af þeim og sjá um snakkið og dýfuna.

Árni, 10 ára.



Það ákveður það enginn áður en hann verður fullorðinn hverjum hann ætlar að giftast. Guð ákveður það allt löngu áður og maður kemst ekki að því fyrr en það er orðið of seint.

Halldóra, 10 ára.



Á HVAÐA ALDRI ER BEST AÐ GANGA Í HJÓNABAND?



Það er best að vera 23 ára því þá er fólkið búið að þekkjast í heila eilífð.
Birna, 10 ára.



Maður þarf ekki að vera á neinum sérstökum aldri, maður þarf bara að vera bjáni.

Friðrik, 6 ára.



HVERNIG SÉR MAÐUR HVORT ÓKUNNUGT FÓLK SÉ GIFT?



Maður verður bara giska út frá því hvort manni sýnist þau vera að æpa á sömu krakkana.

Daníel, 8 ára.



HVAÐ EIGA FORELDRAR ÞÍNIR SAMEIGINLEGT?



Bæði vilja ekki eignast fleiri börn

Lára, 8 ára.



HVAÐ GERIR FÓLK Á STEFNUMÓTUM?



Á stefnumótum á að vera gaman því fólkið er að kynnast hvort öðru. Meira að segja strákar geta haft eitthvað að segja ef maður hlustar nógu lengi.

Lísa, 8 ára.



Á fyrsta stefnumótinu lýgur fólk bara hvort að öðru og það er yfirleitt nóg til að það hafi áhuga á að hittast aftur.

Magnús, 10 ára.



HVAÐ MYNDIRÐU GERA EF ÞÚ FÆRIR Á STEFNUMÓT SEM ENDAÐI ILLA?



Ég myndi hlaupa heim og þykjast vera dauður. Daginn eftir myndi ég hringja í öll blöðin og láta skrifa um mig í andlátsfréttunum.

Þorvaldur, 9 ára.



HVENÆR ER ÓHÆTT AÐ KYSSA EINHVERN?



Ef hann er ríkur.

Júlía, 7 ára.



Það er bannað með lögum ef maður er ekki orðinn átján ára og það er ekki sniðugt að lenda í einhverju veseni út af því.

Karl, 7 ára.



Reglan er sú að ef maður kyssir einhvern á maður að giftast honum og eignast með honum börn. Þannig á maður að gera.

Helgi, 8 ára



HVORT ER BETRA AÐ VERA EINHLEYP(UR) EÐA Í HJÓNABANDI?



Það er betra fyrir stelpur að vera einhleypar en það er verra fyrir stráka. Það verður einhver að taka til eftir stráka.

Anna, 9 ára.



HVERNIG VÆRI HEIMURINN EF ENGINN GIFTIST?



Það væri alla vega erfitt að útskýra alla þessa krakka.

Kristján, 8 ára.



HVERNIG Á AÐ VIÐHALDA ÁSTINNI Í HJÓNABANDINU?



Maður á að segja konunni sinni að hún sé falleg, jafnvel þótt hún líti út eins og vörubíll.

Ríkharður, 10 ára.
|