mánudagur, desember 30, 2002

|
Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Jæja þá er ég komin suður kom reyndar á laugardaginn var helvíti þunn þá fór sko á barinn í Egilsbúð og síðan í partý til Hjálmars frænda míns og kom ekki heim fyrr en klukkan 7 um morguninn og vaknaði aftur klukkan 1 og var þá að drepast úr þynnku ældi öllu sem ég hafði reynt að borða þegar ég hafði vaknað helvíti skemmtilegur dagur síðan fór ég í flug og hitti hann elsku Gunna minn en ég var búin að sakna þess að knúsa hann :)
Jæja dagurinn í dag var helvíti skemmtilegur eða þannig vaknaði klukkan hálf 2 fór þá í ríkið og í búð og svoleiðis, síðan klukkan 5 fór ég að ná í Gunna í vinnuna en komst ekki alla leið vegna þess að ég lenti í aftanákeyrslu þegar ég var alveg að verða komin til að ná í hann helvíti skemmtilegt og litli ljóti Golfinn minn er orðinn ennþá ljótari hann er bæði klesstur að framan og aftan. Lenti sko í því að vera næstum því búin að keyra á einhverja konu sem snarhemlaði fyrir framan mig en ég rétt slapp og hugsaði hjúfffffffffff rétt slapp en sagan er ekki búin ég var ekki fyrr búin að hugsa þetta en það kemur annar bíll aftan á mig og ég fór aftan á hinn bílinn en eitt gott við þetta ég er í 100% rétti og við vorum að fara að skipta um bíl trúlega fáum við mest fyrir bílinn svona þannig að það er alltaf gott að sjá björtu hliðarnar við hlutina. ;)
|

miðvikudagur, desember 25, 2002

Jæja þá er aðfangadagur langt liðinn og ég er að hugsa um að fara að þvo skítinn framan úr mér. Það er búið að vera rosalega kósí í kvöld, fékk fullt að pökkum meirihlutinn var í eldhúsið og síðan fékk ég peysu og eyrnalokka frá Gunna og svo eitthvað smádót frá vinkonum mínum sem var alveg geðveikt flott líka. Mig langar samt að hafa Gunna minn hjá mér það er skrítið að vera hérna fyrir austan og hann fyrir sunnan þegar við erum alltaf saman þegar ég er líka fyrir sunnan enda búum við saman. Ég hlakka svo til að hitta hann og knúsa þegar ég kem suður aftur en það er líka alltaf erfitt að fara frá mömmu og pabba. En er að spá í að fara að sofa núna því að ég ætla að mæta í messu á morgun mér finnst ég bara verða að fara í messu á jólunum það er hefð í minni fjölskyldu að fara í messu á jóladag þannig að ég fer í kirkju svona að meðaltali einu sinni á ári. jæja ætla að fara að sofa, góða nótt og gleðileg jól
|














Þú ert
AsaEin


Þú ert fjörug og finnst fátt skemmtilegra en að fara í prumpukeppni og kúka meðan kærastinn þinn tannburstar sig






Taktu hvaða
bloggari ert þú prófið hér!



Ég virðist vera Ása sem er með Gunna mínum í tölvunarfræði mér skilst að hún sé fín ;)

Gunni kærasti minn bjó til þetta próf finnst ykkur það ekki flott?
|

mánudagur, desember 23, 2002

fuck
What swear word are you?

brought to you by Quizilla

Þetta er blótsyrðið mitt
|
jæja þá eru stundatöflurnar loksins komnar inn en ekki ein einasta einkunn helvíti fúlt ég er búin að ákveða það að kvarta ef engin einkunn verður komin inn á milli jóla og nýárs mig er farið að langa að sjá einkunnirnar mínar. Svo eru jólin á morgun ég hlakka geðveikt til ég held að ég sé búin að gera allt nema borða góðan mat og opna pakka þá verður sko gaman. Ég er að fara að hitta vinkonur mínar á eftir það verður sko gaman ég er reyndar búin að hitta Rósu bestustu vinkonu mína og við erum búnar að vera að föndra saman núna á föstudaginn og laugardaginn ekkert djamm á mér eins og litlu systir sem kom heim með einhverja gaura og þeir voru með geðveik læti beint fyrir utan herbergið hjá mömmu og pabba og pabbi var búinn að vera að berjast við svefninn alla nóttina þannig að hann henti þeim út með harðri hendi hehehe gott á þá. En núna ætla ég að fara að skreyta jólatréð með öllum það er víst líka eftir jibbí jibbí jólin eru á morgun :o)
|

sunnudagur, desember 22, 2002

ég er að verða bráluð yfir skólanum hann er ekki búinn að setja inn eina einustu einkunn ekki einu sinni úr þeim fögum sem við tókum ekki próf í og vorum búin að skila verkefnum úr þeim síðustu vikuna í nóvember ógeðslega fúúúlllllllltttttt :(
|
Halló Halló jæja þá er þorláksmessa á morgun og þá borða margir kæsta skötu mér finnst hún ekkert sérstaklega góð, mér finnst hún allt í lagi þegar hún er kæst og söltuð annars er eins og maður sé að éta úldinn hund reynar hef ég ekki smakkað úldinn hund en ég gét rétt ímyndað mér að hann sé vondur trúlega er hann úldinn ;)
|

laugardagur, desember 21, 2002

það eru bara 3 dagar til jóla djöfull er ég farin að hlakka til jólanna allir pakkarnir og jólaljósin það er allt svo æðislegt og Gunni missir af þvi öllu :oþ hehehe
|
My%20ideal%20mate%20is%20Aragorn!%20
Who is your Ideal Lord of the Rings (male) Mate?

brought to you by Quizilla

Þessi væri ég í Lord of the Rings aðal hönkinn ;o)
|
hérna kemur sætasti kötturinn og það er ÉÉÉGGGG

IAmASilverKitten
What color of kitten would you be?

brought to you by Quizilla
|
jæja hérna kemur fyrsta prófið inn á þetta blogg mitt :o)


Which guy are you destined to have sex with?

brought to you by Quizilla
|

föstudagur, desember 20, 2002

halló halló ég vaknaði klukkan 12 í dag og hjálpaði síðan mömmu og pabba að taka til. Síðan fór ég í ríkið fyrir systir mína og keypti gommu af áfengi fyrir hana, síðan fór ég í rosalegan göngutúr með pabba og Nettu hundinum mínum (þeirrra segi bara alltaf mínum) ég fæ örugglega alveg geðveikar harrsperrru á morgun reyndi samt eitthvað að teygja á en veit ekki hvað það virkar mikið. Jæja ætla að hætta núna kem kannski með meiri fréttir á morgun :o)
|

fimmtudagur, desember 19, 2002

Jæja þá er ég komin til mömmu og pabba mikið rosalega er það gott en ég sakna líka Gunna því að hann kom ekki með mér :(. En hann vill vera hjá mömmu sinni og pabba. Djöfulsins skak var í flugvélinni þegar við vorum að fara að lenda á Egilsstöðum enda eru Egilsstaðabúar kúkalabbar sem halda að þeir séu nafli alheimsins ef eitthvað er þá eru þeir rassgat alheimsins ;) en svo að ég haldi áfram með ferðasöguna að þá var ógeðslega kalt í flugvélinni og ógeðslegt skak yfir Egilsstöðum. Pabbi var búinn að plana innkaupaleiðangur þannig að ég var eiginlega að koma heim rétt í þessu.
|

miðvikudagur, desember 18, 2002

Jæja nú er litla systir mín farin að blogga hún verður örugglega duglegri en ég þrátt fyrir að ég hafi bent henni á þetta
|
Það sem ég meinti í þessu með SnúruValda var það að ef Einar Ágúst klippir sig þá gerir Valdi það líka hann apar allt upp eftir bróðir sínum. Ég er ekki að segja að Einar Ágúst sé með lélegan tónlistarsmekk. þetta er fyrir þá sem kannski hafa miskilið þetta
|
Jæja þá er ég búin að laga tímann hann var alveg kolvitlaus örugglega á einhverjum amerískum tíma ;-)
|
Djöfull er ég þreytt var að vakna enda ekkert skrítið fór ekki að sofa fyrr en fjögur. Ég þurfti að ná í Gunna klukkan hálf þrjú í nótt og þegar við komum heim fórum við að horfa á nýjustu Tom Cruise myndina sem ég einfaldlega man ekki hvað heitir. En allavega Gunni er að fara í próf núna á eftir og þegar hann er búinn þá ætla ég að draga hann í jólagjafaleiðangur því að ég er að fara á morgun og þá er enginn tími til að fara að kaupa jólagjafir. Þarf síðan að pakka niður í kvöld. Skrifa meira seinna
|

þriðjudagur, desember 17, 2002

Fór í Smáralindina í dag og keypti jólagjöf handa mömmu og pabba og Ægi litla bróðir, ég keypti líka carton til að búa til jólakort alltaf snemma í því ekki satt ha? en ég gerði sosem ekkert mörg jólakort enginn í Gunna ætt því að hann er á móti því að skrifa jólakort hann er svona the Grinch hann þolir ekkert jólastúss akkúrat öfugt við mig sko ég er svo mikið jólabarn í mér. Ég elska jólin hlakka samt til að fara til mömmu og pabba langt síðan ég sá þau síðast. takk snakk og bæbæ
|
jæja hvað ætla ég að gera í dag. Ég er að hugsa um að fara og borga Snæju vinkonum minni og síðan ætla ég að skrifa jólakort, ég er komin á síðasta snúning með allt saman ég er að fara austur á fimmtudaginn til að vera með mömmu og pabba á jólunum, Gunni vill ekki koma með þannig að hann verður bara einn heima um jólinn, það er reyndar allt í lagi ég kom aftur 28. des ætla að vera hérna fyrir sunnan á áramótunum. Ég var fyrir austan í fyrra og það sökkaði feitt einhver DJ Snúruvaldi að spila sem er nota bene bróðir Einar Ágústar og hann spila bara eitthvað sem Einar Ágústi finnst skemmtilegt þannig að það sem Valdi spilar er Skítamórall og það sem Einar Ágúst fílar, getiði ímyndað ykkur hvað það var gaman?
|
Halló halló nú ætla ég að fara blogga sjáum til hvernig það gengur
|
þetta er nú meira bullið hef aldrei kynnst öðru eins þurfti að búa til nýtt blogg til að koma þessu skít á netið.
|