miðvikudagur, desember 31, 2003

Eins og margir sem þekkja mig þá er ég mikið fyrir brandara. Í gamla daga þá var ég að gera pabba brjálaðann með þeim en ég er að hugsa um að setja einn helvíti góðann hérna bara svona í tilefni dagsins c")
Eitt kvöldið var mér boðið út. Og sko BARA með stelpunum. Ég sagði manninum mínum að ég yrði komin heim um miðnættið. "Ég lofa því!"Jæja, tíminn leið og það var mikið drukkið af kampavíni. Um 3 leytið um nóttina var ég orðin pöddufull, og ég ákvað að drífa mig heim. Um leið og ég gekk inn fyrir dyrnar byrjaði Gauksklukkan okkar að slá (gala),
og galaði 3 "kú-kú". Þegar ég heyrði það þá reiknaði ég með að hann myndi vakna, svo að ég "kú-kú- aði" (galaði) 9 sinnum til viðbótar. Ég var ótrúlega stolt af sjálfri mér að komið með þessa snilldarhugmynd, (alveg á perunni), til þess að sleppa við nöldur næsta dag.
Daginn eftir spurði maðurinn mig hvenær ég hefði komið heim, og ég sagði honum að ég hefði komið klukkan 12, eins og samið var um. Hann virtist vera sáttur við það, og ég hugsaði: "Hjúkk, ég komst upp með þetta" En þá sagði hann, "Við þurfum að fá okkur nýja klukku". Þegar ég spurði hann hvers vegna, sagði hann: "Sko, í gærkvöldi galaði klukkan þrisvar, sagði síðan, "SJITT", galaði fjórum sinnum til viðbótar, ræskti sig, galaði aftur þrisvar, flissaði, galaði tvisvar sinnum enn, og datt síðan um köttinn og PRUMPAĐI..........

Mér finnst hann allavega helvíti góður en það eru margir fleiri brandarar hérna
|

þriðjudagur, desember 30, 2003

þetta fannst mér bara svolítið fyndið. svaramenn hafið hugann við það sem þið eigið að gera.
|

mánudagur, desember 29, 2003

ég fór á mannanöfn.com og stimplaði þar inn nafnið mitt og samkvæmt því þá finnst mér beygingin á nafninu mínu ljót ég vil hafa hana svona bara svo þið vitið það:
nf. Laufey
þf. Laufey
þgf. Laufey
ef. Laufeyjar
ég er á móti því að bæta þessum ljótu endingum við nafnið mitt en ég veit samt alveg að þetta er rétt en er samt á móti því þar sem mér finnst það ljótt bara sérviska í mér.
|

fimmtudagur, desember 25, 2003

Ég óska öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi ár. Ég eða við Gunni fengum alveg fullt að dóti í jólagjöf. Við fengum 6 bolla þannig að við ættum að geta boðið fólki í kaffi ;), við fengum líka grillpönnu sem á örugglega eftir að koma að góðum notum og síðan fékk ég bol, hálsmen, buxur, peysu og svo jólafötin mín sem voru buxur, rauðurbolur og sjal. Gunni fékk Úlpu, buxur og DVD disk. En ég óska öllum gleðilegra jóla aftur því þið eruð svo dásamleg öll sem skoðið þetta ;)
|
var að setja nýjar myndir á myndasíðu mína
|

mánudagur, desember 15, 2003

ég er svo ánægð með úrslitin úr Survivor ég hélt sko með Söndru eftir að Rubert var hent út en ef ég hefði verið Lil þá hefði ég tekið Jon með mér þar sem hann er aumingi og enginn hefði kosið hann og þá hefði hún unnið, en Lil er auðvitað vitlaus og fer með skátaeiðinn í tíma og ótíma. en ég er bara fegin að Jon vann þetta ekki. Þannig að ég er bara ofsakát c")
|

sunnudagur, desember 14, 2003

mér finnst þessi maður svolítið fyndinn sá á síðunni hennar Ollu þar sem Halldóra vinkona hennar benti á hann og hún sagði að þetta væri Pétur í hljómsveitinni Buff sem er snilldarband eða það finnst mér finnst kannski tónlistin sem þeir spila ekkert sérstök en mér finnst þeir bara eitthvað svo fyndnir.
|

mánudagur, desember 08, 2003

komiði nú sæl og blessuð þið sem lesið þetta;) ég var að kaupa mér nýjan síma svona 3200 ógeðslega flottur hann er með myndavél, hinn síminn minn var algjörlega ónýtur skjárinn er hálfur og batteríið var orðið þannig að ég rétt náði að svara áður en hann skellti á fólkið sem var að hringja í mig (helvíti pirrandi). ég er líka byrjuð í vettvangsnámi í Arnarsmára leikskólanum sem ég var einu sinni að vinna á og mér finnst svo gott að vera komin aftur og þetta er bara svo gaman að vera á vettvangi. jæja þarf að fara að vinna í einhverju verkefnið sem ég þarf að gera í vettvanginum.
|

mánudagur, desember 01, 2003

jólin, jólin, jólin koma brátt ég er komin í svo mikið jólaskap að það hálfa væri nóg sko. mig er bara farið að langa til að skreyta og gera allt jólafínt hjá mér. Ég fer aftur í skólann á morgun sko í svona undirbúning fyrir vettvangsnámið og þar fæ ég að vita sko hvaða verkefni ég þarf að gera og svoleiðis. það verður alveg örugglega mjög gaman og síðan byrjar vettvangsnámið á fullu á miðvikudaginn. fer reyndar á leikskóla þar sem ég hef verið að vinna áður en það var bara með skóla og síðan yfir eitt sumar, þannig að ég hugsaði með mér þetta verður örugglega í lagi. fór þarna um daginn og það voru mjög fáar af þeim sem ég var að vinna með og miklar mannabreytingar þannig að þetta ætti að vera í lagi. jæja jæja er að hugsa um að fara að sofa til þess að vakna í fyrramálið má ekki sofa yfir mig bæbæ jólin, jólin, jólin koma brátt.
P.S ég HATA JON í survivor sá reyndar ekki hver datt út en ég sá hversu ömurlegur hann er að láta alla vorkenna sér svo mikið að hann fékk að hitta vin sinn með þeim svikum að segja að amma sín sé dáin er ekki í lagi hver lýgur því að amma sín sé dáin það er bara ömurlegt, hefur þessi maður enga siðferðiskennd ég sá ekki endirinn en ég vona að þau hafi komist að þessum svikum hjá honum og honum hafi verið hent út ekki segja mér hver datt út þeir sem lesa þetta ætla að horfa á þetta á morgun. jæja núna er ég hætt bæbæ
|