fimmtudagur, júní 28, 2007


Það birtist mynd af hlaupagarpnum á hlaup.is. Held ég þurfi eitthvað að endurskoða hlaupasvipinn......
|

mánudagur, júní 25, 2007

Hljóp á góðum tíma...

Í gær keppti ég í Miðnæturhlaupinu og hljóp 5 km. Ég hljóp þá á 27,24 mínútum og var það nokkuð nálægt markmiðinu mínu ætlaði að ná þessu á 27 mín eða minna. En ég var nú að skoða úrslitin og ég lenti í 57 sæti af 164 í 5 km hlaupinu og í aldursflokkinum 19 - 39 ára var ég í 8 sæti. Ég er bara ótrúlega sátt við þetta og hver veit hvort maður hlaupi eitthvað meira á næstunni.
|

laugardagur, júní 23, 2007

nógur frítími á þessum bæ

Þessir hafa greinilega ekkert betra að gera við tímann sinn

|

Ljótasti hundur í heimi....


Í gærkvöldi var ljótasti hundur í heimi krýndur. Greyið þarf að lifa með því að vera ljótur og þá meina ég forljótur eða finnst ykkur það ekki? Mér finnst hann reyndar soldið krúttlegur í ljótleika sínum. Reyndar þá langar mig í geðveikt í svona krumpuandlitshund eins og t.d. bolabít eða eitthvað svoleiðis finnst þeir æði.
Í kvöld verður fyrsta keppnishlaupið hjá mér ég ætla að hlaupa 5 km í Jónsmessuhlaupinu. Það verður í fyrsta skipti síðan ég keppti í Landsbankahlaupinu einhverntímann fyrir langa löngu og svo auðvitað þessi kvennahlaup sem aðallega hafa farið í létt labb hjá mér. Ég vona bara að mér eigi eftir að ganga vel í þessu verð að hafa ipodin í eyrunum svo ég gleymi stund og stað í ca. 30 mín.
Ég ætla núna að fara að gera eitthvað skemmtilegt á þessum fallega laugardegi en sólin skín núna bara eins og hún hafi aldrei gert annað.
|

fimmtudagur, júní 21, 2007

Ég er svo glöð....

Á þriðjudaginn fór ég í mælingu og þolpróf í bootcamp. Ég kom svífandi út úr stöðinni þann daginn skal ég segja ykkur. Ég var búin að missa....
1,3 kg
3 % í fitu
1 cm af tvíhöfðanum
4 cm af maganum
2 cm af mjöðmunum
búin að bæta á mig 1/2 cm á lærunum.

Þetta var niðurstaðan úr mælingunum ekkert smá ánægð.

Svo er það niðurstaðan úr þolprófinu, þar bætti ég mig.....

1 mín og 10 sek í 3 km hlaupinu
10 armbeygjur og ég gerði 28 á tánum sem ég gerði ekki í fyrsta prófinu.
14 magaæfingar (uppsetur)
22 froska með hoppi

Var líka bara sátt með þetta og í verðlaun ætlaði ég að kaupa mér skó. Fór á mánudaginn í smáralindina og gekk af mér allar lappirnar í skóbúðunum þar. Fann ekki neitt....
eða jú ég fann fullt en bara ekki í minni stærð (ég er með fætur í barnastærð þ.e. 35). Endaði með því að fara heim í fýlu.
Í dag ákvað ég að gera aðra tilraun bara í kringlunni í þetta skiptið. Labbaði inní ALDO og var eitthvað máta þar skó í 36 of stórir eins og venjulega ætlaði að fara að labba út í fússi gerði bara ráð fyrir sama svari og allstaðar nei við eigum minnst í 36. En þá kemur hún með þetta brilljant svar við eigum fullt af skóm í 35 ég hélt ég myndi hoppa hæð mína af kæti. En þetta er eina búðin á höfuðborgarsvæðinu sem verslar inn skó í minni stærð. Ég mun bara leita þangað ef mig vantar skó alveg komin með nóg af því að troða bómull í tána.
|

laugardagur, júní 16, 2007

soldið skondinn brandari ;)

Dear Wife,
During the past year I have tried to make love to you 365 times. I have succeeded 36 times, which is an average of once every ten days. The following is a list of why I did not succeed more often:
54 times the sheets were clean
17 times it was too late
49 times you were too tired
20 times it was too hot
15 times you pretended to be asleep
22 times you had a headache
17 times you were afraid of waking the baby
16 times you said you were too sore
12 times it was the wrong time of the month
19 times you had to get up early
9 times you said weren't in the mood
7 times you were sunburned
6 times you were watching the late show
5 times you didn't want to mess up your new hairdo
3 times you said the neighbors would hear us
9 times you said your mother would hear us

Of the 36 times I did succeed, the activity was not satisfactory because:
6 times you just laid there
8 times you reminded me there's a crack in the ceiling
4 times you told me to hurry up and get it over with
7 times I had to wake you and tell you I finished
1 time I was afraid I had hurt you because I felt you move

========================================
TO MY DEAR HUSBAND:
I think you have things a little confused. Here are the reasons you didn't get more than you did:
5 times you came home drunk and tried to screw the cat
36 times you did not come home at all
21 times you didn't come with energy
33 times you came too soon
19 times you went soft before you got in
38 times you worked too late10 times you got cramps in your toes
29 times you had to get up early to play golf
2 times you were in a fight and someone kicked you in the balls
4 times you got it stuck in your zipper
3 times you had a cold and your nose was running
2 times you had a splinter in your finger
20 times you lost the motion after thinking about it all day
6 times you came in your pajamas while reading a dirty book
98 times you were too busy watching TV

Of the times we did get together:
The reason I laid still was because you missed and were screwing the sheets.
I wasn't talking about the crack in the ceiling, what I said was, "Would you prefer me on my back or kneeling?"
The time you felt me move was because I was trying to breathe!
|

Stutt Hagkaupsferð....

Ég stóð í röð við hraðkassa í hagkaup áðan. Velti því fyrir mér hvor afgreiðslufólk sé með svona sjálfskipað forrit sem segir góðan daginn og viltu poka?
Ég stóð semsagt í röðinni áðan og þar var fólk á undan mér með eina helíumblöðru.

Strákur á kassa: Góðan daginn
Maðurinn: Góðan daginn
Strákurinn: segir upphæð og spyr svo Viltu poka???
Maðurinn hissa: hehe nei

Nú spyr ég tók strákurinn ekki eftir því að fólkið var með eina helíumblöðru og annað hvernig hefði fólkið átt að setja blöðruna í poka????

kv
Laufey
|

mánudagur, júní 11, 2007

Klár hundur

|

sunnudagur, júní 10, 2007

komin með myndasíðu

er komin með myndasíðu það er linkur á henni hérna til hliðar þar sem stendur nýja myndasíðan.
|

Viðburðarríkur dagur....

Gunni að hleypa súrefni í jörðina ;)


Svaf út í dag vaknaði ekki fyrr en klukkan eitt. þá dröslaðist ég á fætur og klæddi mig. Síðan fórum við að gróðursetja plöntur á sumarbústaðalandinu okkar í grímsnesinu. Við eigum það reyndar ekki tvö heldur eigum við það með fjölskyldunni hans gunna. Þegar því var lokið þá ákváðum við að keyra í Laugarás til ömmu og afa en þau búa þar. Fyrir þá sem ekki vita þá er Laugarás í Biskupstungum rétt hjá Skálholti. Við fengum kaffi, kleinur og vöfflur og hittum Kollu og Grím Nóa sem voru líka í heimsókn. Stoppuðum reyndar stutt í þetta skiptið því að Gunni þurfti að komast heim til að vinna. Mikið að gera hjá honum í vinnunni þessa dagana. Þegar við vorum á leiðinni heim þá sofnaði ég sem er ekki óalgengt held það sé einhver svefndáleiðsla á leiðinni þarna. Byrja alltaf að hengja haus þegar ég er komin upp á hellisheiðina.
Ég held ég sé að verða betri af beinhimnubólgunni en því get ég þakkað Felden gelinu algjör snilld. Ég ætti nú bara að fá prósentur hjá þeim búin að auglýsa í tveimur færslum.
Hérna eru myndir af sumarbústaðarlandinu ekki kominn bústaður enn en það mun koma síðar.
|

laugardagur, júní 09, 2007

*geisp*

já ég er bara soldið þreytt. Samt ákvað ég að sleppa bootcamp æfingu því að ég er búin að vera að drepast í fótunum. Held ég sé að fá beinhimnubólgu en ég ætla samt ekkert að hætta bara frí í dag og fram á þriðjudag sjá hvort það sé ekki nóg. Troða síðan bara nóg af bólgueyðandi kremi á sköfluninn á mér og þá ætti þetta að lagast ;). Er búin að finna ótrúlega gott bólgueyðandi krem það heitir Felden Gel. Það er reyndar einn galli við það maður verður alltaf gulur á fótunum og í lófunum eftir að maður hefur borið þetta á sig. Ég er hætt núna og skrifa meira síðar. Ætla að fara að kaupa gas og kjöt á grillið. ;)

kv.
Laufey
|

laugardagur, júní 02, 2007

Er alveg að fíla....


tónlistamanninn MIKA hann er alveg í miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana. Fer bara í djammfíling á því að heyra "Grace Kelly" og "Lollipop".
Fór á útiæfingu hjá bootcamp í morgun bara mjög skemmtileg æfing. Hlupum ca. 7 km og mér fannst það bara ekkert mál í brjáluðu roki var ég í því að hvetja þá sem voru alveg að gefst upp í mínum hópi. Vaknaði eiturhress í morgun fór á klósettið og að klæða mig í íþróttagallan, kallaði síðan í gunna hvort hann ætlaði ekki að fara að drífa sig á lappir því klukkan væri orðin 8. Hann leit á klukkuna og öskraði svo "LAUFEY VILTU FARA AFTUR AÐ SOFA KLUKKAN ER 4" hehehe hef sjaldan verið eins fegin að skríða upp í og sofa 4 tíma í viðbót. Dreymdi í alla nótt að ég væri á bootcampæfingu þannig eitthvað hef ég verið stressuð fyrir þetta. Sem reyndist síðan vera bara frekar létt æfing. Á meðan við vorum á æfingunni vorum við að taka þátt í íslandsmeti á Esjuna. 5tinda menn eru að vekja athygli á framtakinu sínu sem er næstu helgi. Þeir eru að fara að labba á 5 hæstu tinda fyrir utan jökla í hverjum landshluta á einni helgi. En í dag er verið að setja íslandsmet þannig að ef þið eruð ekkert að gera þá endilega að labba upp á esjuna og taka þátt í að styrkja sjónarhól. þetta er alveg til 8 í kvöld þannig að enga afsökun. Þarf ekki að fara alla leið bara rétt upp í esjuna og skrá sig á listann.

Hætt í bili
Kv.
Laufey
|