sunnudagur, maí 27, 2007

bara prufa.....

|

húsóhittingur ofl.

Hlakka ekkert smá til næstu helgi. Þá erum við húsóliðið að fara að hittast ætlum að fara út að borða og í keilu og svo bara rifja upp djammið gamla og góða. Þetta verður bara gaman það eru 13 sem ætla að mæta og ég er einn af skipuleggjurum. Gunni fór á svokallað SAC námskeið síðustu helgi og svaf ekkert í 36 tíma getið lesið meira um það hérna afhverju hann svaf ekki :)
Ég hélt síðan upp á afmælið hans á sunnudeginum því að hann átti afmæli á föstudeginum þegar námskeiðið byrjaði. Bakaði hrikalega góðar kökur fyrir hann.
Ég er reyndar núna með alveg sjúklegar harðsperrur var á bootcampæfingu í gær og vorum látin fara hallarmúlann upp og niður í allskonar fáránlegum aðferðum t.d. Bjarnaganga (sem er ekki orðin svo erfið núna), gæsagangur, sprettir, súperfroskar (froskar með armbeygjum), framstigi og svo eitthvað meira sem ég man ekki en þetta átti bara að vera klukkutímaæfing en hún varð 2 tímar og bara gaman. Önnur tveggja tíma útiæfing á morgun og ég hlakka bara til !!! Þetta er bara gaman.

Kv.
Laufey
|

laugardagur, maí 12, 2007

Ælt í Boot Camp

ég byrjaði í boot camp á þriðjudaginn í þessari viku, gekk bara vel fór í þrekpróf og æfingin var bara mjög létt að mér fannst. Fór svo aftur á fimmtudaginn byrjaði mjög létt en varð síðan bara geðveiki sem endaði með því að ég ældi. Fór aftur í morgun og æfingin var mjög svipuð og á fimmtudaginn en ég ældi nú samt ekki núna. Mér finnst þetta bara gaman og ég hef aldrei svitnað eins mikið á ævi minni í neinni íþrótt. Ég held að þetta sé það sem ég ætli að stunda eitthvað áfram. Ég er allavega búin að kaupa sumartilboð sem er frá 7. maí til 8. sept þannig að það eru 3 námskeið missi reyndar 2 vikur úr þegar ég fer til spánar en maður reynir þá að gera bara eitthvað þar á meðan, hlaupa á ströndinni og eitthvað þannig. Það er reyndar ein æfing sem ég bara er ekki að geta er bara búin eftir eina ferð. En það er bjarnarganga þá gengur maður eins og Björn með hendur og fætur á gólfi. Algjör viðbjóður en ég mun örugglega elska þetta þegar ég er búin að ná betri tökum á þessu eða er það ekki Gunni?????
|

þriðjudagur, maí 08, 2007

jamm og jæja.....



já það hefur mikið verið að gera hjá mér síðan ég kom að austan. Ég er búin að vinna.. og síðan er ég búin að vera að vinna... já og svo vinna. Nei en núna er ég byrjuð í Boot Camp fór í fyrsta tímann í morgun og ég held bara að ég sé alveg að fíla þetta. Annars veit maður ekki kemur í ljós á fimmtudaginn hvort ég meika þetta. Fannst allavega gaman í morgun. Já og síðan erum við búin að kaupa flísar á eldhúsið og við erum búin að leggja flísar á eldhúsið. Það á reyndar eftir að fúga á milli þeirra en þetta verður fínt fyrir helgina en þá ætla ég að halda júróvisjón partý. Set hérna myndir af flísalögninni. Á efri myndinni er Gunni að hræra límið og hérna niðri erum við ca. hálfnuð.


Kv

Laufey
|