fimmtudagur, maí 29, 2003

ég er líka búin að vera rosalega dugleg þessa vikuna þangað til núna sko en í dag fellur niður hjólaferð og líka á morgun ég hjóla ekki um helgar ég er búin að ákveða það. en finnst ykkur ég ekkert dugleg (",) ég er ekkert smá ánægð með sjálfa mig ég finn meira að segja á lærunum á mér að þau eru eitthvað að styrkjast spáiði í því ég er með læri ekki bara einhverja poka sem eru þarna hangandi hehehe. en ég ætla að fara að klæða mig var eiginlega bara að vakna en ég er að hugsa um að fara í sólbað á eftir kemur í ljós, kemur í ljós. jæja hætt í bili hef ekkert meira að segja en bara bless bless sjáumst trúlega eftir helgi býst ekki við að skrifa fyrr en þá bæbæ
|

miðvikudagur, maí 28, 2003

ég er best og klárust skal ég segja ykkur mér tókst að gera þetta sjálf ég er svo flink núna geta ég örugglega farið í Tölvunarfræði í háskólanum hehhehee (bara ef ég væri góð í stærðfræði) hehehehe ég er ekkert smá ánægð með þetta hjá mér komin með öðruvísi sját áts
|
ég biðst afsökunar á þessari síðu minni en það er eitthvað kjafæði að henni ég er að reyna að pirra ekki Gunna og gera þetta sjálf en það endar örugglega með því að ég biðji hann um að laga það sem er að henni en hún á eftir að lagast hafiði ekki áhyggjur :c)
|

þriðjudagur, maí 27, 2003

gleymdi að minnast á það áðan að mér fannst Birgitta Huggdal standa sig mjög vel en ég hélt reyndar með Spáni og Austurríki mér fannst spænska lagið miklu betra en lagið frá kalkún. Lagið frá Kalkún var stolið eða það held ég allavega það byrjaði alveg eins og lagið þarna Kiss með henni Holly nágranna. Austuríki fannst mér bara snilld það var svo ógeðslega fyndið hver fer með mömmu sína í júróvision???? ok ég myndi taka mömmu með mér ef ég væri að fara að horfa á keppnina en ekki í bakraddir upp á svið. En auðvitað var Birgitta Huggdal alveg eins og hún væri nýstigin af tunnu, ég get svarið það hún er ekkert smá hjólbeinótt en þessi dansspor voru alveg nákvæmlega eins og hún er vön að gera slá hnjánum til hliðar, lemja hendinni eða hringlunni á lærið og kýla nokkrum sinnum upp í loftið. en jæja nenni ekki að skrifa meira bæbæ
|
jæja það er nú langt síðan ég hef skrifað því miður gagnaðist drykkjuleikurinn lítið því að ég var ekki komin heim fyrr en klukkan 9 og þá var of seint að byrja á honum. en ég fann samt bara einhverja aðra drykkjuleiki þannig að þetta var allt í lagi. þetta var mjög skemmtilegt kvöld fyrst fórum við til mömmu og pabba hans gunna og vorum komin hingað klukkan eitthvað rúmlega 9 en þá komu Dóri, Daði, Gyða og Þórður og við sátum að sumbli langt fram eftir nóttu því að það var ekki hægt að panta leigubíl það var alltaf á tali. en síðustu gestirnir fóru um níuleytið um morguninn. en ég svaf síðan til klukkan fimm og var síðan í einhverja tvo tíma að berjast við það að sofna en þetta var mjög skemmtilegt kvöld verðum að gera þetta einhverntíma aftur. Æ já gleymdi að segja frá þvi að ég og Gunni fengum Gasgrill í afmælisgjöf frá Gunna og Guðnýju (tengdó) helvíti góð gjöf verð ég að segja.
|

laugardagur, maí 24, 2003

jæja ég er sko farin að hlakka til kvöldsins ég og Gunni ætlum að halda sona smá eurovision partý og ætla ég sko að nýta mér eurovisionleikinn sem ég fékk sendan í meili í morgun farin að hlakka til að verða drukkin sko það verður gaman jibbí.

hérna kemur hann ef einhverjir vilja nota hann líka ;)

Evróvisjón – drykkjuleikurinn
(Þennan má bara leika einu sinni á ári – í Evróvisjónpartíum)

Til að leika þennan leik er nauðsynlegt að hafa drykkjarföng, gosdrykki, mjólk, kókómjólk, kaffi, te, bjór eða vín. Fylgist vel með keppninni og farið nákvæmlega eftir reglunum. Hægt er að breyta til og borða t.d. eitt vínber í stað þess að taka einn sopa og tvö í stað tveggja sopa og svo framvegis. En leikurinn er hugsaður sem drykkjuleikur og kannski er vert að hafa það í huga.

Drekktu tvo sopa ef:
Kynnarnir reyna að vera fyndnir
Kvenkynskynnirinn skiptir um kjól
kynnarnir eyða tíma í samtal sem enginn getur fylgst með
Einhver keppendanna er líkur einhverjum sem þú þekkir
Einhver keppendanna líkist einhverjum frægum
Minnst er á að Noregur sé ekki enn búinn að fá stig
Kýpur gefur Grikklandi 12 stig
Noregur gefur Svíþjóð stig.

Drekktu fjóra sopa ef:
Söngvari lyftir handleggjunum upp fyrir haus á meðan hann syngur
Söngvari er mjög feitur
Flytjendur eru í hallærislegum fötum eða með ömurlega hárgreiðslu
Söngvari frá Austur-Evrópu er með aflitað hár
Það sést í geirvörtur í gegnum fötin
Flytjandinn frá Möltu er ekki loðinn á bringunni
Önnur lönd en enskumælandi flytja tónlistina á ensku
Flytjandi daðrar í myndavélina
Flytjandi er ekki frá landinu sem hann syngur fyrir
Frakkland gefur Bretlandi ekki stig
Lagið sem fær átta stig eða hærra er lélegt
Bretland lendir í öðru sæti
Flytjendur eru að tala í síma meðan á stigagjöfinni stendur

Kláraður úr glasinu ef:
Þýskaland gefur Austurríki eitt stig
Ísland vinnur
Noregur gefur Svíþjóð ekki stig
Írland vinnur
Ekki er minnst á frið, kærleika eða ást í þýska laginu

(úr Drykkjuleikjahandbókinni, höfundur ókunnur)
|

föstudagur, maí 23, 2003

ég ætla að kjósa Austurríki í júróvísjon það er ógeðslega fyndið lag og það er augljóslega verið að gera grín að þessari miklu partýkeppni hehheheehehehe þetta er ógeðslega fyndið.
|

fimmtudagur, maí 22, 2003

|
jæja það er svolítið langt síðan að ég skrifaði síðast en ég er bara ennþá að jafna mig á þessu með survivor hehehe nei nei ég er byrjuð að vinna og það er alveg rosalega gaman og ég er líka rosalega dugleg allavega þessa vikuna ég er búin að hjóla í vinnuna alla daga nema á mánudaginn en þá þurfti ég að ná í Toffy á spítalann. þannig að ég er búin að vera geðveikt dugleg 40 mínútur á dag fara í að hjóla þetta samtals sko 20 mínútur aðra leiðina ( sko ég kann að reikna) og ég kem alltaf kófsveitt í vinnuna og þegar ég kem heim en ég er sko með ráð undir rifi hverju ég er sko með aukagalla í bakpoka þannig að ég er með hjólagalla og síðan vinnugalla. þannig að ég er ekki að kæfa alla úr svitastibbu. (ég er svo klár)
|

mánudagur, maí 19, 2003

Djöfull varð ég hissa með lokin á Survivor ég verð bara að segja það mér persónulega fannst að Matt hefði mátt vinna ég er eiginlega bara hálffúl yfir þessu. en hey hann fékk samt sem áður 7 milljónir hann verður bara að sætta sig við það. Mér fannst samt að Rob hefði átt að lenda í final two hann var langklárastu í þessum leik, en svikin urðu honum að falli. en jæja nenni ekki meiru bara að segja ykkur mína skoðun á þessu máli. ég er strax farin að hlakka til survivor Pearl Island.
|
Jæja þá var fyrsti vinnudagurinn hjá mér það var mjög fínt sko, ég var ekki fyrr komin í vinnuna en þá var mér sagt að ég væri að fara til Þingvalla, það var sko verið að útskrifa elstu börnin þau sem eru að byrja í grunnskóla í haust. ég fór austur til mömmu og pabba því að Þórfríður var að útskrifast djöfull var það gott, það er sko alltaf gott að fara til mömmu sko og pabbi gerði geðveikt góða grillsósu sem hann lagði síðan kjötið í það var GEÐVEIKT gott skal ég segja ykkur. en núna er ég bara komin heim og þá tekur svarthvitur hversdagsleikinn við. en jæja er að fara að horfa á úrslitin í survivor held að ég viti hver vinnur en ætla ekkert að segja fyrr en það er komið í ljós. bæbæ
|

fimmtudagur, maí 15, 2003

Ég er komin í sumarfrí yes, yes, yes kláraði verkefnamöppuna í dag og þarf ekki nema að skila henni á morgun. Djöfull er ég fegin að þurfa ekki að hafa þessa helv.... möppu lengur var komin með algjört ógeð á henni. En ég er nú eiginlega ekki komin í sumarfrí því að á mánudaginn þá byrja ég að vinna á leikskólanum Hæðarbóli, farin að hlakka svolítið til og líka kvíða pínulítið fyrir en það herðir mann bara :). en það er gott þarf ekki að hugsa um námið fyrr en í haust, er komin með hálfgert ógeð á skólabókum og lærdómi almennt þannig að í sumar ætla ég ekki að líta í bók þar sem ég náði prófunum með 7 í næringu, heilsu og hreyfingu og 5 í leiknum -kenningum og fræðum það er með mest spennandi námskeiðum sem ég hef tekið en líka sá leiðinlegasti. En verð að fara í bili sjáumst.
|
HLUTIR SEM GAMAN ER AÐ GERA, EF MAÐUR ER KENNARI!!!!
1. Vertu með hettu á hausnum.... en bara með gat fyrir annað augað!
2. Vertu með einglyrni, reiðhjálm og svipu.
3. Talaðu alltaf lærra og lærra en svo í lokin, bentu á einn nemandann og öskraðu : "HVAÐ VAR ÉG AÐ SEGJA!!!??"
4. Kenndu með fingrabrúðum
5. Veldu af handahófi einhvern nemanda, spurðu svo ymsar spurningar og taktu tíman meðan hann svarar... fussaðu svo og sveiaðu þegar hann svarar
6. Segðu nemendunum að kalla þig "Ljómalind" eða "Pétur Pan"
7. Stoppaðu í miðri kennslu alltíeinu, grettu þig og spurðu nemendurna hvort þú sért með feitann rass
8. Spilaðu Kúmbæja á banjó!
9. Syndu nemendum myndband af pyntingaraferðum nasista... hlæðu mikilli innlifun alla myndina!
10. Vertu með speglagleraugu og talaðu bara tyrknesku... láttu sem þú heyrir ekki í nemendum
11. Byrjaðu kennsluna á að syngja og dansa "Sex Machine" eftir James Brown
12. Tautaðu lágt eftir hverja spurningu sem þú spyrð nemanda "líklegt að api einsog þú myndir vita það"
13. Leggðu nemendum fyrir það heimaverkefni að lesa frá Jóhannes til Njörður í símaskránni fyrir næsta tíma... og taktu fram að það verði próf
14. Láttu alltaf tvo nemendur dreifa rósarblöðum á undan þér þegar þú labbar um stofuna
15. Slökktu ljósin í stofunni, settu í gang kassettu með mávahljóðum og farðu með sálma
16. Biddu nemanda aðeins um aðstoð upp við töflu... láttu þá skrifa undir samning meðan þú græjar á þig stálbrynju og stingur slípirokknum í samband.
17. Byrjaðu kennsluna á því að brjóta tappan af vodka flösku og ösra: "TÍMINN ER BÚINN, ÞEGAR FLASKAN ER BÚIN!"
18. Fáðu hljómsveit til að spila Elvis lög allan kennslutímann en láttu einsog þeir séu ekki þarna...
19. Vertu með syndarveruleikahjálm, gúmmíhanska og öskraðu alltaf þegar einhver talar
20. Láttu einsog kennslustofan sé full af vatni og syntu um allt!
21.Urraðu á nemendurna og kallaðu þá alltaf "háseta"
22. Komdu með lítinn hvolp í tíma... alltaf þegar einhver spyr þig spurningu, þá ferð þú og spyrð hvolpinn
23. Vertu í bleikum kjól, með englavængjum og biddu alla að kalla þig "Krúselíus!"
24. Láttu einsog þú sért hæna!
25. Hafðu auglysingahlé með jöfnu millibili
26. Hnerraðu framan í nemendurna
27. Komdu hlaupandi inní kennslustofuna, froðufellandi og öskraðu ! "ERU ÞIÐ Í STUÐI!!!???? ÉG HEYRI EKKI Í YKKUR!!! ERUÐI Í STUÐI!!??!??!"
Ef ég á eftir að verða kennari þá verð ég svona hehehehehe
|

miðvikudagur, maí 14, 2003

halló halló hér hafa borist kvartanir um að ég skrifi svo sjaldan þannig að ég ætla að reyna að bæta úr því. Jæja núna er vettvangsnámið alveg að verða búið en það klárast á föstudaginn og þegar það er búið klukkan tólf þá fer ég nánast beint í flug beint austur á land til mömmu og pabba en það er langt síðan ég hef farið austur. En núna ætla ég að bæta úr því því að ég fer austur núna um helgina og síðan líður ein helgi og helgina þar á eftir þ.e.a.s. 30 maí - 1 júní þá fer ég aftur austur en þá er bekkjarmót (fyllerí) og ég er farin að hlakka geðveikt til. En þegar ég hugsa um að það séu 10 ár síðan ég fermdist þá þyrmir alveg yfir mig og þá meina ég að ég sé bara hreint og beint gömul, en það er bara aldurinn ekki í anda. ég verð alltaf 16 ára í anda. ekki það að ég byrjaði í raun ekki að djamma fyrr en ég varð eða þá byrjaði ég að drekka og reykja spáiði í því m&p borguðu sko bílprófið ef ég myndi ekki byrja að drekka fyrr en eftir að ég fengi bílprófið og ég byrjaði strax um verslunarmannahelgina það sumarið hehehehe (ein búin að bíða spennt) en ég fékk samt frítt bílpróf. en ég er ekki viss um að mamma og pabbi myndu gera þennan díl við mig núna þar sem það kostaði 50000 þegar ég fékk bílpróf, 80 þús þegar Toffy systir fékk sitt bílpróf og síðan núna held ég að það sé komið yfir 100 þús.kallin en litli bróðir fær bílpróf á næsta ári. jæja Arna vona að þú sért ánægð með þetta ég skal reyna að vera duglegri ef þú verður duglegri ;)
|

sunnudagur, maí 11, 2003

Jæja núna er ég eiginlega búin að fá leið á þessu kosningarveseni núna er ég búin að sitja yfir þessu síðan klukkan tíu í kvöld og það er eiginlega ekki búið að gerast. Það er samt búið að vera mikið stuð ég og Gunni buðum vinum hans Gunna í kosningarpartý þannig að mér hefur ekkert leiðst ekki þannig sko. þetta er orðið svolítið þreytandi að það skuli ekkert gerast á mörgum klukkutímum þetta er ekki einu sinni spennandi. Það finnst mér allavega. Kannski er þetta bara vegna þess að ég er orðin þreytt veit það ekki. Bæ ðe vei ég á ammæli í dag :) ég er orðin 24 ára :)
|

miðvikudagur, maí 07, 2003

Hvað haldiði að ég hafi gert í fyrradag ég fór og keypti þá dýrustu afmælisgjöf sem ég hef á ævi minni keypt, ég er að segja ykkur það hún kostaði 36000 það var digitalmyndavél handa Gunna mínum í afmælisgjöf hann verður sko 25 ára 18. maí ég keypti hana á visa rað hehehehe og borga hana á 24 mánuðum ákvað að hafa það nógu langan tíma þannig að það verði sem minnst upphæð í hvert skipti. ég er klikkuð ég veit það
|

þriðjudagur, maí 06, 2003


narcissistic


Which Personality Disorder Do You Have?
brought to you by Quizilla
lít út fyrir að vera góða stelpan en varúð það er eins gott að fara eftir því sem ég segi hehehe
|

mánudagur, maí 05, 2003

er þetta ekki bara mynd af kerlingunni þetta er ég og einhverjir úr bekknum mínum sem er á síðunni sem er búið að búa til fyrir bekkinn
|

sunnudagur, maí 04, 2003

Bitið á jaxlinn

Bandarískur fjallgöngumaður notaði vasahníf til að skera hluta af öðrum handleggnum af sér til þess að losna undan bjargi sem hann hafði verið fastur undir í fimm daga. Greindi lögregla frá þessu í gær.
Útivistarfólk fann Aron Ralston, sem er 27 ára gamall fjallaklifrari frá Aspen í Colorado, á fimmtudag, eftir að hann hafði skorið af sér handlegginn fyrir neðan olnboga, sigið síðan niður um 20 m háan klettavegg og gengið yfir 6 kílómetra til að leita sér aðstoðar.

"Þessi náungi er hetja," sagði Mitch Vetere, lögreglumaður í Emery-sýslu í Utah.

Ralston var í fjallgöngu í Blue John-gljúfri í Canyonlands-þjóðgarðinum í Utah á laugardag. Er hann leitaði handfestu á bjargi uppi í miðju klettabelti steyptist það yfir hann. Þar lá hann fastur unz hann sá ekki aðra leið færa til að bjarga lífi sínu en að skera sig lausan. Er líðan hans nú eftir atvikum góð.

Saltlækjarsytru í Utah. AFP.

Fann þessa frétt á mbl.is spáið í þessu mynduð þið geta þetta bara skera hendina af áts það getur ekki verið gott
|
Hey ég ætla bara að minna á það að ég á afmæli næsta sunnudag bara svona rétt að minnast á það ;)
|
ég verð eiginlega að fara að taka til hún Ásta næstumþví litla systir mín er að koma að gista hjá mér annaðkvöld það er bara ein nótt sko. Alltaf gaman að fá gesti ha endilega komið í heimsókn ;)
|
ég er búin að vera óþæg yfir helgina ég fór út í sjoppu í gær og keypti mér hamborgara og síðan í kvöld þá fór ég og keypti mér kók og nammi og ég skammast mín svo að ég get varla borða nammi ég verða að fara að gera eitthvað í þessu ég er orðin svo spikuð að þið trúið því ekki hér með er óskað eftir einkaþjálfara sem er til í að sparka í rassgatið á mér á lágu verði ef einhver er til í að sparka endilega hafið samband við mig hér og nú.
|

fimmtudagur, maí 01, 2003

Hvern langar í tómatsósu hehehe Fann þessa Tómatsósuauglýsingu á Baggalút fannst hún helvíti fyndin Ástþór tómatsósugaur hahhaah
|